Sturla Atlas semur við Stefson-bræður Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. október 2015 07:00 Sturla Atlas Logi Pedro, Unnsteinn Manúel og Sigga Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri LFS, við undirritun samningsins. Mynd/Kjartan Hreinsson Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn. Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. „Okkur finnst hann náttúrulega vera ofur talent. Við höfum fulla trú á því að hann geti lagt heiminn að fótum sér. Við viljum fá að taka þátt í því ævintýri og styðja hann í því,“ segir Logi Pedro í samtali við Fréttablaðið. Að því tilefni sendir Sturla frá sér nýtt lag og mynband á morgunMetinn á fimm milljónir Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða. „Þetta er bara samningur um að við munum vinna saman um ókomin ár. Samningurinn er upp á stúdíótíma og vinnu. Það fer mikil vinna í að gera plötur, myndbönd og lög. En við erum fullvissir um að þetta sé algjörlega þess virði og rúmlega það.“ Sjálfur er Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, í skýjunum með samninginn. „Ég myndi halda að þetta stækki batteríið og gefur okkur meira svigrúm, meiri peninga og fleiri hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vera. Stefson-bræður eru góður bakhjarl.“Lag og plata á leiðinni Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag og myndband á morgun og svo er EP-plata væntanleg síðar í mánuðinum. „Lagið sem kemur út á morgun er talsvert frábrugðið því sem við höfum verið að gera og líka ólíkt því sem verður á nýju plötunni. Þetta er mjög poppað og mjúkt lag.“ Um plötuna segir hann: „Ég held að hún verði aðeins meira „pro“ en síðasta plata, einhvernveginn staðfastari.“ Síðar í mánuðinum mun Sturla svo taka þátt í endurhljóðblöndun af laginu Fuckboys, með Unnsteini Manúel, en Sturla mun rappa í laginu.Þreyttur á að þurfa að skilgreinaSturla Atlas steig fram á sjónarsviðið fyrr í sumar og má segja að allt í kringum verkefnið hafi svolítið verið sveipað dulúð. „Maður er oft beðinn um að skilgreina hvort að Sturla Atlas sé manneskja eða hljómsveit sem er orðið þreytandi.“ Margir koma að verkefninu, til að mynda rapparinn og tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, einnig þekktur sem Joey, sem gegnir veigamiklu hlutverki í verkefninu. „Joey er núna staddur út í Birmingham, þar sem hann er meðal annars að sinna viðskiptatengslum okkar. Það eru margir í kringum þetta og mun fólk fá að kynnast „krúinu“ 101 Boys, á nýju plötunni,“ útskýrir Sigurbjartur, spenntur fyrir komandi verkefni og sáttur með nýja samninginn.
Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira