Íslendingar á bakvið vinsælasta leik sinnar tegundar í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2015 17:30 þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson. vísir Fantasy leikurinn Fanaments hefur fangað athygli áhugamanna um íþróttaleiki en hátt í eitt þúsund manns spila leikinn á hverjum degi. Á bakvið Fanaments standa þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta er búin að vera tveggja ára þrotlaus vinna sem loksins er farin að skila sér. Hér eru 6 manns í fullu starfi við að halda öllu í réttu horfi og það er virkilega gaman hversu vel er farið að ganga. Við erum alltaf að horfa í kringum okkur eftir góðu fólki til að efla starfið enn frekar en okkur hefur nú þegar tekist að verða heitasti daily fantasy sports leikurinn í Evrópu,“ segir Bragi. Leikurinn er frábrugðinn öðrum fantasy leikjum að því leyti að í Fanaments stendur hann yfir í einn dag eða eina helgi á móti heilu leiktímabili eins og við þekkjum úr þeim leikjum sem fyrir voru á markaðnum. „Við erum fyrstir í Evrópu til að bjóða upp á nokkrar íþróttir en í Fanaments er hægt að spila fótbolta, golf, körfubolta og MMA. Spilarar ættu því að geta fundið íþrótt á sínu áhugasviði, skemmt sér og kannski grætt smá í leiðinni ef vel gengur, en þó svo að við lítum á okkur fyrst og fremst sem leikjafyrirtæki geta spilarar þó lagt smá pening undir“, segir Bragi. Forsvarsmenn Fanaments stefna á að stækka enn frekar og hafa erlendir aðilar sett sig í samband með samstarf í huga. „Það er ekkert sem við getum sagt frá að svo komnu máli en við erum spenntir“, segir Bragi. Leikjavísir Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Fantasy leikurinn Fanaments hefur fangað athygli áhugamanna um íþróttaleiki en hátt í eitt þúsund manns spila leikinn á hverjum degi. Á bakvið Fanaments standa þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta er búin að vera tveggja ára þrotlaus vinna sem loksins er farin að skila sér. Hér eru 6 manns í fullu starfi við að halda öllu í réttu horfi og það er virkilega gaman hversu vel er farið að ganga. Við erum alltaf að horfa í kringum okkur eftir góðu fólki til að efla starfið enn frekar en okkur hefur nú þegar tekist að verða heitasti daily fantasy sports leikurinn í Evrópu,“ segir Bragi. Leikurinn er frábrugðinn öðrum fantasy leikjum að því leyti að í Fanaments stendur hann yfir í einn dag eða eina helgi á móti heilu leiktímabili eins og við þekkjum úr þeim leikjum sem fyrir voru á markaðnum. „Við erum fyrstir í Evrópu til að bjóða upp á nokkrar íþróttir en í Fanaments er hægt að spila fótbolta, golf, körfubolta og MMA. Spilarar ættu því að geta fundið íþrótt á sínu áhugasviði, skemmt sér og kannski grætt smá í leiðinni ef vel gengur, en þó svo að við lítum á okkur fyrst og fremst sem leikjafyrirtæki geta spilarar þó lagt smá pening undir“, segir Bragi. Forsvarsmenn Fanaments stefna á að stækka enn frekar og hafa erlendir aðilar sett sig í samband með samstarf í huga. „Það er ekkert sem við getum sagt frá að svo komnu máli en við erum spenntir“, segir Bragi.
Leikjavísir Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira