Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 09:56 Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen. Það stefnir í stormasaman stjórnarfund hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen í dag í kjölfar dísilbílasvindls fyrirtækisins. Þar verður Martin Winterkorn, forstjóra Volkswagen vafalaust gert að útskýra ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að afvegaleiða rannsóknarstofnanir, sem kanna mengun bíla, með hugbúnaði sem minnkar hana við mælingar. Á þessum fundi ræðst líklega framtíð Winterkorn sem forstjóra, en hann hefur ekki sýnt nein merki þess að segja upp starfi sínu. Ýmsar fréttir í gær frá fjölmörgum fréttaveitum staðhæfðu brotthvarf hans en Volkswagen bar þær fréttir samstundis til baka. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Winterkorn verði í sæti forstjóra eftir fundinn. Til stóð, fyrir uppgötvun svindlsins, að framlenging á áframhaldandi starfi Winterkorn yrði undirrituð í enda þessarar viku, en það hlýtur að velta á því hvort honum var kunnugt um þessa vafasömu starfshætti sem upp hafa komist. Stjórninni er enn sem komið er ekki fullljóst hvort Winterkorn hafi vitað af þessum svindlhugbúnaði, en það býður Winterkorn að skýra út. Það mun að minnsta kosti ekki gleðja stjórnarmeðlimi að undir stjórn Winterkorn hefur markaðsvirði Volkswagen fallið um 24 milljarða evra á örskotsstundu, hvort sem honum er um að kenna eða ekki. Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41% frá uppgötvun svindlhugbúnaðarins. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent
Það stefnir í stormasaman stjórnarfund hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen í dag í kjölfar dísilbílasvindls fyrirtækisins. Þar verður Martin Winterkorn, forstjóra Volkswagen vafalaust gert að útskýra ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að afvegaleiða rannsóknarstofnanir, sem kanna mengun bíla, með hugbúnaði sem minnkar hana við mælingar. Á þessum fundi ræðst líklega framtíð Winterkorn sem forstjóra, en hann hefur ekki sýnt nein merki þess að segja upp starfi sínu. Ýmsar fréttir í gær frá fjölmörgum fréttaveitum staðhæfðu brotthvarf hans en Volkswagen bar þær fréttir samstundis til baka. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Winterkorn verði í sæti forstjóra eftir fundinn. Til stóð, fyrir uppgötvun svindlsins, að framlenging á áframhaldandi starfi Winterkorn yrði undirrituð í enda þessarar viku, en það hlýtur að velta á því hvort honum var kunnugt um þessa vafasömu starfshætti sem upp hafa komist. Stjórninni er enn sem komið er ekki fullljóst hvort Winterkorn hafi vitað af þessum svindlhugbúnaði, en það býður Winterkorn að skýra út. Það mun að minnsta kosti ekki gleðja stjórnarmeðlimi að undir stjórn Winterkorn hefur markaðsvirði Volkswagen fallið um 24 milljarða evra á örskotsstundu, hvort sem honum er um að kenna eða ekki. Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41% frá uppgötvun svindlhugbúnaðarins.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent