Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:20 Martin Winterkorn. Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent
Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent