Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 14:06 Volkswagen bílar fyrir utan verksmiðju Volkswagen í Chattanooga í Bandaríkjunum. Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.” Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.”
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent