Bíó og sjónvarp

Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Framleiðendur nýjustu myndarinnar um ofurnjósnarann James Bond, Spectre, hafa birt myndband frá framleiðslu myndarinnar.

Myndbandið ber heitið The Action of Spectre og fjallar það um áhættuatriðin sem tekin voru upp fyrir myndina. Leikstjórinn Sam Mendes segir frá því að hann treysti lítið á tölvugerð áhættuatriði og reynir að hafa myndina raunverulega.

„Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“

Í síðasta mánuði var birt myndband um konur Spectre, þar sem farið er yfir kvenkyns karaktera myndarinnar og leikkonurnar sem leika þær.

Sýningar myndarinnar hefjast þann 6. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×