Baltasar gefur lítið fyrir gagnrýni Krakauer: „Neyðarleg tilraun til þess að selja fleiri bækur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2015 12:36 Baltasar Kormákur, leikstjóri Everest. vísir/getty Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Everest, gefur lítið fyrir gagnrýni Jon Krakauer á myndina. Krakauer sagði myndina „algjört bull“ í viðtali við LA Times og vill meina að Baltasar hafi gert lítið úr honum í einu atriði sem hann er sérstaklega ósáttur með. Þar kemur rússneski leiðsögumaðurinn Anatoli inn í tjald Krakauer og biður hann um að aðstoða sig við bjarga þeim sem enn eru úti en Krakauer svarar að hann geti það ekki vegna snjóblindu. Krakauer segir að þetta samtal hafi aldrei átt sér stað en Baltasar segir að tvennum sögum fari af því. „Þessi gagnrýni hans er bara rosalega sjálfhverf og á lágu plani,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Hann ítrekar það að hann og aðrir sem komu að Everest hafi leitað fanga víða og meðal annars rætt við þær Helen Wilton og Carol Mackenzie. Wilton var grunnbúðastjóri Adventures Consultants, fyrirtækisins sem Krakauer fór með í leiðangurinn, og Mackenzie var læknir fyrirtækisins. Að auki veittu þeir Guy Cotter og David Breashers ráðgjöf en báðir voru á fjallinu þann 10. maí 1996 og aðstoðuðu við björgunaraðgerðir. Þá fékk Baltasar jafnframt aðgang að öllum talstöðvasamskiptum Adventure Consultants daginn örlagaríka.„Hægt að rífast endalaust um það hver sagði hvað við hvern“ Aðspurður um atriðið sem Krakauer er svo ósáttur við segir Baltasar: „Það fer einfaldlega tvennum sögum af því hvort þetta hafi átt sér stað eða ekki. Anatoli hefur sagt frá því að hann hafi farið inn í tjaldið og beðið Krakauer um að aðstoða sig.“ Hér er Baltasar að vísa í viðtal við fjallgöngumanninn Simone Moro sem var með Anatoli á Everest árið 1997. Rússinn lést í þeim leiðangri en í viðtalinu við Moro, sem er frá árinu 2002, segir hann Anatoli hafa sagt sér frá því þegar hann fór inn í tjald Krakauer. Viðtalið má sjá hér en Moro ræðir um þetta atvik á mínútu 39:37. „Í raun og veru vildi ég bara sýna í þessu atriði að það var afskaplega erfitt fyrir fólk að koma öðrum til bjargar í þeim aðstæðum sem voru á fjallinu þennan dag. Það er hins vegar rétt að Anatoli fór út og bjargaði fólki en það er hægt að rífast endalaust um það hver sagði hvað við hvern,“ segir Baltasar og bætir við að þó að Krakauer hafi verið á staðnum sé ómögulegt fyrir hann að vita um allt sem gekk á. Hans sjónarhorn sé aðeins eitt af mörgum en hann skrifaði bók um reynslu sína sem ber titilinn Into Thin Air. „Ég las þá bók og líka bókina hans Anatoli en ég hafði hvorki samband við Krakauer né fólk tengt Anatoli. Ég las þar að auki fjölda annarra bóka um þennan atburð enda vildi ég hafa myndina eins raunverulega og ég gat. Í raun og veru er þessi mynd ótrúlega sönn enda hef ég heyrt frá fjöldanum öllum af fjallafólki sem farið hefur á Everest sem segja myndina mjög raunverulega. Þeirra á meðal eru Jan Arnold, konan hans Rob Hall [leiðsögumaður Adventure Consultants sem lést á fjallinu] og Beck Weathers [einn viðskiptavina Adventure Consultants í leiðangrinum og einn af aðalpersónum myndarinnar]. Þau bæði veittu ráðgjöf við gerð myndarinnar og eru mjög ánægð með útkomuna.“Jon Krakauer, höfundur bókarinnar Into Thin Air.vísir/gettyErfitt að segja til um hvaða áhrif viðtalið hafi á gengi myndarinnar Gagnrýni Krakauer kemur Baltasar ekki á óvart. „Þetta snýst svo mikið um egó. Mín reynsla er sú að þeir sem gagnrýna mikið sjálfir eiga erfiðast með að þola gagnrýni og í bók sinni gagnrýnir Krakauer Anatoli mjög harðlega. Mér sýnist hann aðeins vera að koma sjálfum sér á framfæri með þessu og þetta er neyðarleg tilraun til þess að selja fleiri bækur.“ Leikstjórinn segir að erfitt sé að segja til um hver áhrifin af þessu viðtali við Krakauer verða. „Þetta er auðvitað ekkert skemmtilegt og hjálpar ekkert til. Ég hef þó séð marga nokkuð neikvæða í garð Krakauer vegna þessara orða hans, meðal annars í kommentum við viðtalið við hann í LA Times.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Baltasars Kormáks í heild sinni sem hann sendi LA Times vegna viðtalsins en blaðið birti hana að hluta.No one from Anatoli’s camp contacted me nor did I talk to them. We were fortunate to have access to many of the books written about the events on Everest 96. We also had access to all the radio calls that went on in the Adventure Consultant camp, to my knowledge no one elsa has had that access. Support and technical help came from Helen Wilton ( AC Base camp manager) Carol Mackenzie ( AC doctor ) Guy Cotter and David Breashears, our co-producer. All of them were present on the mountain during that disaster and participated in the rescue. In particular, Guy and David stayed through the whole shoot with us as advisors. Jan Arnold (Rob Hall's wife) and Beck Weathers and many others also provided information and help. All those people were tremendous resources and support. The writers and I tried to look at things from a fair point of view without choosing sides – for instance, in the movie Anatoli gets criticized for not using oxygen. We tried to give people an understanding of decisions made in those circumstances as much as a movie can. Our intention in the tent scene that Mr. Krakauer mentions was to illustrate how helpless people were and why they might not have been able to go out and rescue people on the South Col with Anatoli. They were not malicious, they were helpless. As Mr. Krakauer himself noted: "Anatoli performed heroically in the pre-dawn hours of May 11, and helped save the lives of Sandy Pittman and Charlotte Fox; I admire him immensely for going out alone in the storm, when the rest of us were lying helpless in our tents, and bringing in the lost climbers".Reply from Jon Krakauer August 24, 1996 in outside magazine. Menning Tengdar fréttir Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00 Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn. 26. september 2015 07:00 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 Hvernig Baltasar Kormákur er LeBron James Íslands - og öfugt Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber sama feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi. 26. september 2015 08:30 Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“ Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en hann var einn af þeim sem náðu toppi fjallsins í leiðangrinum örlagaríka 1996. 25. september 2015 22:15 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Everest, gefur lítið fyrir gagnrýni Jon Krakauer á myndina. Krakauer sagði myndina „algjört bull“ í viðtali við LA Times og vill meina að Baltasar hafi gert lítið úr honum í einu atriði sem hann er sérstaklega ósáttur með. Þar kemur rússneski leiðsögumaðurinn Anatoli inn í tjald Krakauer og biður hann um að aðstoða sig við bjarga þeim sem enn eru úti en Krakauer svarar að hann geti það ekki vegna snjóblindu. Krakauer segir að þetta samtal hafi aldrei átt sér stað en Baltasar segir að tvennum sögum fari af því. „Þessi gagnrýni hans er bara rosalega sjálfhverf og á lágu plani,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Hann ítrekar það að hann og aðrir sem komu að Everest hafi leitað fanga víða og meðal annars rætt við þær Helen Wilton og Carol Mackenzie. Wilton var grunnbúðastjóri Adventures Consultants, fyrirtækisins sem Krakauer fór með í leiðangurinn, og Mackenzie var læknir fyrirtækisins. Að auki veittu þeir Guy Cotter og David Breashers ráðgjöf en báðir voru á fjallinu þann 10. maí 1996 og aðstoðuðu við björgunaraðgerðir. Þá fékk Baltasar jafnframt aðgang að öllum talstöðvasamskiptum Adventure Consultants daginn örlagaríka.„Hægt að rífast endalaust um það hver sagði hvað við hvern“ Aðspurður um atriðið sem Krakauer er svo ósáttur við segir Baltasar: „Það fer einfaldlega tvennum sögum af því hvort þetta hafi átt sér stað eða ekki. Anatoli hefur sagt frá því að hann hafi farið inn í tjaldið og beðið Krakauer um að aðstoða sig.“ Hér er Baltasar að vísa í viðtal við fjallgöngumanninn Simone Moro sem var með Anatoli á Everest árið 1997. Rússinn lést í þeim leiðangri en í viðtalinu við Moro, sem er frá árinu 2002, segir hann Anatoli hafa sagt sér frá því þegar hann fór inn í tjald Krakauer. Viðtalið má sjá hér en Moro ræðir um þetta atvik á mínútu 39:37. „Í raun og veru vildi ég bara sýna í þessu atriði að það var afskaplega erfitt fyrir fólk að koma öðrum til bjargar í þeim aðstæðum sem voru á fjallinu þennan dag. Það er hins vegar rétt að Anatoli fór út og bjargaði fólki en það er hægt að rífast endalaust um það hver sagði hvað við hvern,“ segir Baltasar og bætir við að þó að Krakauer hafi verið á staðnum sé ómögulegt fyrir hann að vita um allt sem gekk á. Hans sjónarhorn sé aðeins eitt af mörgum en hann skrifaði bók um reynslu sína sem ber titilinn Into Thin Air. „Ég las þá bók og líka bókina hans Anatoli en ég hafði hvorki samband við Krakauer né fólk tengt Anatoli. Ég las þar að auki fjölda annarra bóka um þennan atburð enda vildi ég hafa myndina eins raunverulega og ég gat. Í raun og veru er þessi mynd ótrúlega sönn enda hef ég heyrt frá fjöldanum öllum af fjallafólki sem farið hefur á Everest sem segja myndina mjög raunverulega. Þeirra á meðal eru Jan Arnold, konan hans Rob Hall [leiðsögumaður Adventure Consultants sem lést á fjallinu] og Beck Weathers [einn viðskiptavina Adventure Consultants í leiðangrinum og einn af aðalpersónum myndarinnar]. Þau bæði veittu ráðgjöf við gerð myndarinnar og eru mjög ánægð með útkomuna.“Jon Krakauer, höfundur bókarinnar Into Thin Air.vísir/gettyErfitt að segja til um hvaða áhrif viðtalið hafi á gengi myndarinnar Gagnrýni Krakauer kemur Baltasar ekki á óvart. „Þetta snýst svo mikið um egó. Mín reynsla er sú að þeir sem gagnrýna mikið sjálfir eiga erfiðast með að þola gagnrýni og í bók sinni gagnrýnir Krakauer Anatoli mjög harðlega. Mér sýnist hann aðeins vera að koma sjálfum sér á framfæri með þessu og þetta er neyðarleg tilraun til þess að selja fleiri bækur.“ Leikstjórinn segir að erfitt sé að segja til um hver áhrifin af þessu viðtali við Krakauer verða. „Þetta er auðvitað ekkert skemmtilegt og hjálpar ekkert til. Ég hef þó séð marga nokkuð neikvæða í garð Krakauer vegna þessara orða hans, meðal annars í kommentum við viðtalið við hann í LA Times.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Baltasars Kormáks í heild sinni sem hann sendi LA Times vegna viðtalsins en blaðið birti hana að hluta.No one from Anatoli’s camp contacted me nor did I talk to them. We were fortunate to have access to many of the books written about the events on Everest 96. We also had access to all the radio calls that went on in the Adventure Consultant camp, to my knowledge no one elsa has had that access. Support and technical help came from Helen Wilton ( AC Base camp manager) Carol Mackenzie ( AC doctor ) Guy Cotter and David Breashears, our co-producer. All of them were present on the mountain during that disaster and participated in the rescue. In particular, Guy and David stayed through the whole shoot with us as advisors. Jan Arnold (Rob Hall's wife) and Beck Weathers and many others also provided information and help. All those people were tremendous resources and support. The writers and I tried to look at things from a fair point of view without choosing sides – for instance, in the movie Anatoli gets criticized for not using oxygen. We tried to give people an understanding of decisions made in those circumstances as much as a movie can. Our intention in the tent scene that Mr. Krakauer mentions was to illustrate how helpless people were and why they might not have been able to go out and rescue people on the South Col with Anatoli. They were not malicious, they were helpless. As Mr. Krakauer himself noted: "Anatoli performed heroically in the pre-dawn hours of May 11, and helped save the lives of Sandy Pittman and Charlotte Fox; I admire him immensely for going out alone in the storm, when the rest of us were lying helpless in our tents, and bringing in the lost climbers".Reply from Jon Krakauer August 24, 1996 in outside magazine.
Menning Tengdar fréttir Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00 Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn. 26. september 2015 07:00 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 Hvernig Baltasar Kormákur er LeBron James Íslands - og öfugt Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber sama feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi. 26. september 2015 08:30 Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“ Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en hann var einn af þeim sem náðu toppi fjallsins í leiðangrinum örlagaríka 1996. 25. september 2015 22:15 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00
Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn. 26. september 2015 07:00
Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30
Hvernig Baltasar Kormákur er LeBron James Íslands - og öfugt Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber sama feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi. 26. september 2015 08:30
Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“ Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en hann var einn af þeim sem náðu toppi fjallsins í leiðangrinum örlagaríka 1996. 25. september 2015 22:15