Fótbolti

Nordsjælland vann sterkan sigur á AGF: Guðmundur og Elmar léku allan leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur getur leyft sér að brosa í kvöld.
Ólafur getur leyft sér að brosa í kvöld. vísir/ernir
Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland unnu sterkan sigur á AGF, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Oliver Thychosen og Marcus Ingvartsen gerðu mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Nordsjælland og það sama má segja um Theódór Elmar Bjarnason í liði AGF.

Nordsjælland er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig en AGF í því sjöunda með 13 stig. Midtjylland er á toppi deildarinnar með 21 stig.

Nordsjælland hefur nú unnið þrjá leiki í röð og fjóra leiki af síðustu fimm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×