Volkswagen hafði oft verið varað við að nota svindlhugbúnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 15:09 Ekki skorti Volkswagen viðvaranirnar. Autoblog Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent
Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent