Lax í Þróttara- búningi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. september 2015 11:00 Ég var að borða epli um daginn þegar ég áttaði mig á því að það var ekkert bragð af því. Það var líka með öllu lyktarlaust. Reyndar er langt síðan ég fann eplalykt síðast. Það var einn daginn þegar ég rak nefið í nýstárlegt strokleður. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um eldislaxinn sem ég sá nýlega á asísku hlaðborði, hann var svo feitur að hann virtist vera í Þróttarabúningi. Það er ekki alvöru lax! Alvöru lax er það sem Trausti og Svabbi draga upp úr Hrútafjarðará. Alvöru epli hlýtur líka að bragðast og ilma eins og epli. Mér varð ljóst að það er búið að gera tvírit af tilveru okkar og nú erum við hætt að lifa í upprunalega eintakinu en gerum okkur tvíritið að góðu. Við lifum í afriti. Þar er nóg að eitthvað líti út fyrir að vera epli og þá „er“ það epli. Fótboltamenn hafa fattað þetta og nú getað þeir skutlað sér fyrir fætur andstæðingsins og þá eru þeir búnir að uppskera víti. Í tilveru í tvíriti, þar sem enginn hefur lengur auga á því sem er ekta, gengur þetta alveg upp. Í tónlistinni þarf ekki annað en hengja afritaða lagstúfa á eins konar takt-teina og þá ertu orðinn hörku músíkant. Fyrirtækin hafa brugðist við þessu og gera nú aðallega út á ímyndina. Það er afritið af fyrirtækinu. Þetta er ósköp þægilega tilvera. Þú getur „verið“ það sem þú vilt. Þú getur „verið“ réttlátur án þess að þurfa nokkurn tíma að taka afleiðingunum sem fylgja slíku eðlisfari. Þú gerir bara eins og fyrirtæki, skapar ímyndina og dreifir henni svo út um allt. Auðvelt og þægilegt. Enn eru þó tvö vandamál sem á eftir að leysa: 1) samviskan sér ennþá bara frumeintakið og 2) stundum langar mann alveg óheyrilega í alvöru epli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég var að borða epli um daginn þegar ég áttaði mig á því að það var ekkert bragð af því. Það var líka með öllu lyktarlaust. Reyndar er langt síðan ég fann eplalykt síðast. Það var einn daginn þegar ég rak nefið í nýstárlegt strokleður. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um eldislaxinn sem ég sá nýlega á asísku hlaðborði, hann var svo feitur að hann virtist vera í Þróttarabúningi. Það er ekki alvöru lax! Alvöru lax er það sem Trausti og Svabbi draga upp úr Hrútafjarðará. Alvöru epli hlýtur líka að bragðast og ilma eins og epli. Mér varð ljóst að það er búið að gera tvírit af tilveru okkar og nú erum við hætt að lifa í upprunalega eintakinu en gerum okkur tvíritið að góðu. Við lifum í afriti. Þar er nóg að eitthvað líti út fyrir að vera epli og þá „er“ það epli. Fótboltamenn hafa fattað þetta og nú getað þeir skutlað sér fyrir fætur andstæðingsins og þá eru þeir búnir að uppskera víti. Í tilveru í tvíriti, þar sem enginn hefur lengur auga á því sem er ekta, gengur þetta alveg upp. Í tónlistinni þarf ekki annað en hengja afritaða lagstúfa á eins konar takt-teina og þá ertu orðinn hörku músíkant. Fyrirtækin hafa brugðist við þessu og gera nú aðallega út á ímyndina. Það er afritið af fyrirtækinu. Þetta er ósköp þægilega tilvera. Þú getur „verið“ það sem þú vilt. Þú getur „verið“ réttlátur án þess að þurfa nokkurn tíma að taka afleiðingunum sem fylgja slíku eðlisfari. Þú gerir bara eins og fyrirtæki, skapar ímyndina og dreifir henni svo út um allt. Auðvelt og þægilegt. Enn eru þó tvö vandamál sem á eftir að leysa: 1) samviskan sér ennþá bara frumeintakið og 2) stundum langar mann alveg óheyrilega í alvöru epli.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun