Jóhann segir ekki víst að hann komi að framhaldi Blade Runner Bjarki Ármannsson skrifar 29. september 2015 22:28 Jóhann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald Blade Runner. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson tónskáld segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald kvikmyndarinnar Blade Runner. Myndin verður í leikstjórn kanadíska leikstjórans Denis Villeneuve, en Jóhann hefur samið tónlistina fyrir tvær myndir Villeneuve, Prisoners og Sicario. Jóhann segir í viðtali við vefmiðilinn Collider að enn sé allt of snemmt að segja til um hvort hann komi að gerð Blade Runner-framhaldsins. Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin í ár og var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Blade Runner, sem kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott, er með frægustu og dáðustu vísindaskáldsögumyndum allra tíma. Hún byggir á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir skáldsagnahöfundinn Philip K. Dick og fjallar um framtíðarheim þar sem vélmenni eru framleidd til að sinna hættulegum störfum fyrir mannfólkið. Harrison Ford fór með aðalhlutverkið og mun hann snúa aftur í nýju myndinni ásamt Ryan Gosling. Hér fyrir neðan má heyra brot af tónlistinni úr hinni sígildu Blade Runner. Golden Globes Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 „Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald kvikmyndarinnar Blade Runner. Myndin verður í leikstjórn kanadíska leikstjórans Denis Villeneuve, en Jóhann hefur samið tónlistina fyrir tvær myndir Villeneuve, Prisoners og Sicario. Jóhann segir í viðtali við vefmiðilinn Collider að enn sé allt of snemmt að segja til um hvort hann komi að gerð Blade Runner-framhaldsins. Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin í ár og var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Blade Runner, sem kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott, er með frægustu og dáðustu vísindaskáldsögumyndum allra tíma. Hún byggir á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir skáldsagnahöfundinn Philip K. Dick og fjallar um framtíðarheim þar sem vélmenni eru framleidd til að sinna hættulegum störfum fyrir mannfólkið. Harrison Ford fór með aðalhlutverkið og mun hann snúa aftur í nýju myndinni ásamt Ryan Gosling. Hér fyrir neðan má heyra brot af tónlistinni úr hinni sígildu Blade Runner.
Golden Globes Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 „Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00
„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30