Lilja og Balti tóku sig einstaklega vel út á rauða teppinu en stjörnur á borð við Jake Gyllenhaal og Josh Brolin voru að sjálfsögðu mættir á frumsýninguna.
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í síðustu viku.
Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes.







