Íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi í vetur Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2015 18:30 Dagskráin verður fjölbreytt í vetur. vísir Haustkynning Stöðvar 2 fer fram í Hörpunni í kvöld og verður kynnt til sögunnar þá dagskrá sem mun verða á stöðinni í vetur. Íslensk dagskrágerð hefur sjaldan verið eins öflug og leggur Stöð 2 mikið upp úr henni. Enda er íslensk dagskrágerð sýnd á hverju einasta kvöldi í vikunni. Hér að neðan er hægt að kynna sér þá þætti sem verða á dagskrá í vetur: Réttur – hefst 18.októberSerían er sú þriðja í röðinni en mjög frábrugðin fyrstu tveimur, Logi (Magnús Jónsson) og Brynhildur (Jóhanna Vigdís) eru enn í aðalhlutverkum en nú vinna þau ekki saman á lögfræðistofu heldur koma bæði að því að aðstoða við rannsókn á dauða 14 ára stúlku, Láru, sem finnst hengd í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína kemur inn ný í seríuna sem lögreglukonan Gabríela og með henni er Þorsteinn Bachman í hlutverki lögreglumannsins Högna. Baldvin Z leikstýrir seríunni sem var skrifuð af Þorleifi Arnarsyni og Andra Óttarssyni. Framleitt af Sagafilm.Ísland got talentVinsælasti þáttur Stöðvar 2 síðustu ár snýr aftur þriðja veturinn í röð. Áheyrnarprufur hefjast 12.september og verða hringinn í kringum landið. Auðunn Blöndal kynnir sem fyrr og 10 milljónir í verðlaunafé. Alda Dís sem sigraði í vor hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma með laginu „Rauða nótt“ en það var einmitt í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar og tónlist.is í þessari viku.Atvinnumennirnir okkarAuðunn Blöndal hittir íslenska atvinnuíþróttamenn á þeirra heimavelli víðs vegar um heiminn og kynnist því hvernig þeirra daglega líf er. Í þessari seríu hittir hann meðal annars Gylfa Sigurðsson landsliðsmann í fótbolta. Framleitt af Stórveldinu. Verður á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2.Gunnar Nelson í Las VegasSérþáttur þar sem Auðunn Blöndal fylgdi Gunnari Nelson til Las Vegas að berjast í júlí þar sem hann eftirminnilega pakkaði Bandaríkjamanninum Brandon Thatch saman í fyrstu lotu. Framleitt af Stórveldinu. Verður á dagskrá í lok nóvember á Stöð 2.NeyðarlínanSigrún Ósk snýr aftur með þriðju seríu Neyðarlínunnar sem hefst í byrjun október á Stöð 2. Í Neyðarlínunni er tekið á þeim málum sem koma inn á borð til Neyðarlínunnar, símtölin spiluð og atburðir endurgerðir ásamt því að ræða við hlutaðeigandi hverju sinni. Í fyrra var tekið á málum eins og gassprengingu í verkfæraskúr og er markmið þáttanna meðal annars að áhorfendur geti dregið lærdóm af þeim. Neyðarlínan hefur verið með vinsælustu þáttum Stöðvar 2 síðustu ár og hlaut fyrsta serían tilnefningu til Eddu verðlauna.LogiLaufléttur og bráðskemmtilegur þáttur þar sem Logi Bergmann fer á kostum sem þáttastjórnandi. Hann fær til sín vel valda og skemmtilega viðmælendur og auk þess verður boðið uppá frábær tónlistaratriði og ýmsar óvæntar uppákomur.SpilakvöldPétur Jóhann býður í partý á laugardagskvöldum á Stöð 2.HindurvitniNýir og metnaðarfullir heimildarþættir þar sem Þorvaldur Davíð og Erik Sördalson kynna sér gamlar þjóðsögur og fræða okkur um álfa, tröll, drauga og aðrar vættir sem við þekkjum úr sögunum. Vandaðir þættir þar sem fræðsla, tækni, grafík og húmor spila saman.LandnemarnirKristján Már mun fara með okkur í ferð um landið og tímann til þess að kynna okkur fyrir forfeðrum okkar. Hvaðan við komum og hvert við fórum. Við kynnumst öllum landnemum sem komu hingað og förum til Grænlands, Noregs og Ameríku í leit að svörum. Hefst í nóvember.Á Uppleið og HeimsóknSindri heldur áfram með þessa tvo vinsælu þættiMatargleði EvuEva galdrar fram rjómalagaða, gómsæta og einfalda rétti á fimmtudagskvöldum.Eldhúsið hans EyþórsEyþór Rúnarsson matreiðslumeistari sýnir listir sínar í eldhúsinu í nóvember og desember.LögreglanÁsgeir Erlends skyggnist inn í störf lögreglunnar og fjallar um stór lögreglumál frá síðustu árum með sviðsetningum og viðtölum. Atvinnumennirnir okkar Landnemarnir Spilakvöld Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Haustkynning Stöðvar 2 fer fram í Hörpunni í kvöld og verður kynnt til sögunnar þá dagskrá sem mun verða á stöðinni í vetur. Íslensk dagskrágerð hefur sjaldan verið eins öflug og leggur Stöð 2 mikið upp úr henni. Enda er íslensk dagskrágerð sýnd á hverju einasta kvöldi í vikunni. Hér að neðan er hægt að kynna sér þá þætti sem verða á dagskrá í vetur: Réttur – hefst 18.októberSerían er sú þriðja í röðinni en mjög frábrugðin fyrstu tveimur, Logi (Magnús Jónsson) og Brynhildur (Jóhanna Vigdís) eru enn í aðalhlutverkum en nú vinna þau ekki saman á lögfræðistofu heldur koma bæði að því að aðstoða við rannsókn á dauða 14 ára stúlku, Láru, sem finnst hengd í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína kemur inn ný í seríuna sem lögreglukonan Gabríela og með henni er Þorsteinn Bachman í hlutverki lögreglumannsins Högna. Baldvin Z leikstýrir seríunni sem var skrifuð af Þorleifi Arnarsyni og Andra Óttarssyni. Framleitt af Sagafilm.Ísland got talentVinsælasti þáttur Stöðvar 2 síðustu ár snýr aftur þriðja veturinn í röð. Áheyrnarprufur hefjast 12.september og verða hringinn í kringum landið. Auðunn Blöndal kynnir sem fyrr og 10 milljónir í verðlaunafé. Alda Dís sem sigraði í vor hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma með laginu „Rauða nótt“ en það var einmitt í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar og tónlist.is í þessari viku.Atvinnumennirnir okkarAuðunn Blöndal hittir íslenska atvinnuíþróttamenn á þeirra heimavelli víðs vegar um heiminn og kynnist því hvernig þeirra daglega líf er. Í þessari seríu hittir hann meðal annars Gylfa Sigurðsson landsliðsmann í fótbolta. Framleitt af Stórveldinu. Verður á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2.Gunnar Nelson í Las VegasSérþáttur þar sem Auðunn Blöndal fylgdi Gunnari Nelson til Las Vegas að berjast í júlí þar sem hann eftirminnilega pakkaði Bandaríkjamanninum Brandon Thatch saman í fyrstu lotu. Framleitt af Stórveldinu. Verður á dagskrá í lok nóvember á Stöð 2.NeyðarlínanSigrún Ósk snýr aftur með þriðju seríu Neyðarlínunnar sem hefst í byrjun október á Stöð 2. Í Neyðarlínunni er tekið á þeim málum sem koma inn á borð til Neyðarlínunnar, símtölin spiluð og atburðir endurgerðir ásamt því að ræða við hlutaðeigandi hverju sinni. Í fyrra var tekið á málum eins og gassprengingu í verkfæraskúr og er markmið þáttanna meðal annars að áhorfendur geti dregið lærdóm af þeim. Neyðarlínan hefur verið með vinsælustu þáttum Stöðvar 2 síðustu ár og hlaut fyrsta serían tilnefningu til Eddu verðlauna.LogiLaufléttur og bráðskemmtilegur þáttur þar sem Logi Bergmann fer á kostum sem þáttastjórnandi. Hann fær til sín vel valda og skemmtilega viðmælendur og auk þess verður boðið uppá frábær tónlistaratriði og ýmsar óvæntar uppákomur.SpilakvöldPétur Jóhann býður í partý á laugardagskvöldum á Stöð 2.HindurvitniNýir og metnaðarfullir heimildarþættir þar sem Þorvaldur Davíð og Erik Sördalson kynna sér gamlar þjóðsögur og fræða okkur um álfa, tröll, drauga og aðrar vættir sem við þekkjum úr sögunum. Vandaðir þættir þar sem fræðsla, tækni, grafík og húmor spila saman.LandnemarnirKristján Már mun fara með okkur í ferð um landið og tímann til þess að kynna okkur fyrir forfeðrum okkar. Hvaðan við komum og hvert við fórum. Við kynnumst öllum landnemum sem komu hingað og förum til Grænlands, Noregs og Ameríku í leit að svörum. Hefst í nóvember.Á Uppleið og HeimsóknSindri heldur áfram með þessa tvo vinsælu þættiMatargleði EvuEva galdrar fram rjómalagaða, gómsæta og einfalda rétti á fimmtudagskvöldum.Eldhúsið hans EyþórsEyþór Rúnarsson matreiðslumeistari sýnir listir sínar í eldhúsinu í nóvember og desember.LögreglanÁsgeir Erlends skyggnist inn í störf lögreglunnar og fjallar um stór lögreglumál frá síðustu árum með sviðsetningum og viðtölum.
Atvinnumennirnir okkar Landnemarnir Spilakvöld Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira