Fótbolti

Stjóri Dinamo Zagreb: Arsenal er ekki með lið í heimsklassa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez og félagar komust lítt áleiðis í Zagreb í gær.
Alexis Sánchez og félagar komust lítt áleiðis í Zagreb í gær. vísir/getty
Zoran Mamic, knattspyrnustjóri Dinamo Zagreb, var ekki hrifinn af frammistöðu Arsenal í leik liðanna í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær.

Zagreb vann leikinn 2-1 en Arsenal lék einum færri frá 40. mínútu þegar Oliver Giroud fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„Arsenal er eitt af bestu liðum sem hafa spilað hér. En þeir gerðu allt sem við bjuggumst við að þeir myndu gera,“ sagði Mamic sem fannst lið Arsenal vera fyrirsjáanlegt í gær.

„Það var mikilvægt að loka miðsvæðinu og stöðva hraða spilið þeirra. Við vorum ekkert að finna upp hjólið. Við höfum séð önnur lið vinna Arsenal með því að beita sömu taktík.

„Arsenal er með fjóra leikmenn í hæsta klassa og aðra góða menn en liðið er ekki í heimsklassa.“

Zagreb hefur mikla yfirburði í Króatíu en liðið hefur orðið meistari þar í landi undanfarin 10 ár. Sigurinn í gærkvöldi var hins vegar fyrsti sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan 1999.

„Þetta var frábært tækifæri til að sjá hvar við stöndum,“ sagði Mamic ennfremur eftir leikinn. „Stemmningin á vellinum var góð og áhorfendurnir voru frábærir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×