Nutella-ostakaka með heslihnetubotni
Botn
250 g Digestive-kexkökur
150 g smjör, við stofuhita
100 g heslihnetur
2 msk. Nutella
Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og Nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin.
Fylling
500 g rjómaostur, við stofuhita
2 msk. flórsykur
1 krukka Nutella
1 tsk. vanilludropar
3 dl þeyttur rjómi
Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif.
Hellið ostablöndunni í skálarnar og setjið smávegis af rjóma, ristaðar heslihnetur og fersk jarðarber yfir.