Lára Rúnars frumsýnir nýtt myndband: „Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 11:00 Myndir frá kvöldinu eru eftir M. Alexander Weber. vísir Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira