Lára Rúnars frumsýnir nýtt myndband: „Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 11:00 Myndir frá kvöldinu eru eftir M. Alexander Weber. vísir Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira