Hjálmar hleypur hratt en ekki í Reykjavíkurmaraþoninu Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2015 10:00 Hljómsveitin Hjálmar sendir frá sér nýtt lag sem ber nafnið Hlauptu hratt. mynd/Guðmundur Vigfússon „Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp