Hjálmar hleypur hratt en ekki í Reykjavíkurmaraþoninu Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2015 10:00 Hljómsveitin Hjálmar sendir frá sér nýtt lag sem ber nafnið Hlauptu hratt. mynd/Guðmundur Vigfússon „Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira