Bíllausi lífsstíllinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun