Íslenski boltinn

Stjörnukonur ekki búnar að gefast upp | Þróttur féll í 1.deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Kvennalið Stjörnunnar lifir enn í voninni um að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn eftir 4-0 stórsigur á Þór/KA fyrir norðan. Þróttur er hinsvegar fallið niður í 1. deild eftir tap á móti KR á heimavelli.

Stjarnan er því áfram sjö stigum á eftir toppliði Breiðabliks en þrjár umferðir eru eftir og því níu stig ennþá í pottinum. Breiðablik vann öruggan sigur á Val á sama tíma.

Stjarnan endaði fimm leikja sigurgöngu Þór/KA með 4-0 sigri á Þórsvelli en þetta var fyrsta tap Þór/KA á heimavelli sínum í sumar.

Stjarnan fékk góða hjálp í byrjun þegar Ágústa Kristinsdóttir skoraði sjálfsmark eftir aðeins níu mínútur og Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni síðan í 2-0 rétt fyrir hálfleik.

Francielle Manoel Alberto og Rúna Sif Stefánsdóttir innsigluðu sigurinn í seinni hálfleiknum þegar þær skoruðu með aðeins sex mínútna millibili.

Þróttur varð að vinna KR til að eiga möguleika á að bjarga sér og Þróttarakonur komust bæði í 1-0 og 2-1 í leiknum. KR tryggðu sér hinsvegar sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum og sendu Þróttarliði niður í 1. deild með 3-2 sigri.

KR náði einnig átta stiga forskoti á Aftureldingu sem tapaði fyrir Selfossi á sama tíma. KR-konur fóru því langleiðina með að bjarga sér frá falli og senda Mosfellsbæjardömur niður í 1. deildina með Þrótti.



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Breiðablik - Valur 6-0

1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (3.), 2-0 Fanndís Friðriksdóttir (43.), 3-0 Fanndís Friðriksdóttir (56.), 4-0  Telma Hjaltalín Þrastardóttir (59.), 5-0 Fanndís Friðriksdóttir (89.), 6-0 Svava Rós Guðmunsdóttir (90.+2).

Þór/KA - Stjarnan 0-4

0-1 Sjálfsmark (8.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (44.), 0-3     Francielle Manoel Alberto (63.), 0-4 Rúna Sif Stefánsdóttir (69.).

Þróttur - KR 2-3

1-0 Valgerður Jóhannsdóttir (7.), 1-1 Chelsea A. Leiva (22.), 2-1 Eva Þóra Hartmannsdóttir (49.), 2-2 Sjálfsmark (57.), 2-3 Hulda Ósk Jónsdóttir (64.).

Afturelding - Selfoss 1-3

0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (20.), 1-1 Elise Kotsakis (36.), 1-2 Magdalena Anna Reimus (63.), 1-3 Dagný Brynjarsdóttir, víti (90.+2).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×