Hulduhljómsveitin KAJAK rennur niður fljót framtíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2015 17:00 Hér má sjá þá Hrein og Sigurmon. Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon. Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon.
Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira