Bláberja- og súkkulaðidúllur 28. ágúst 2015 10:00 Lilja Katrín heldur úti vefsíðunni Blaka.is þar sem hún býr til ógrynni af girnilegu kruðeríi og kræsingum. Hér skeytti hún saman ferskum berjum við smákökuuppskrift, eitthvað sem er kjörið að gera núna þegar ber eru tínd víða um land og þetta er kjörið að taka með sér í vinnuna. Um kökuna segir Lilja Katrín: „Ég elska þegar uppskriftir og kruðerí koma mér á óvart. Eitthvað sem ég hélt að yrði afleitt verður bara algjör draumur. Þessar smákökur eru gott dæmi um það og þess vegna kalla ég þær dúllur. Þær eru svo sætar og góðar þrátt fyrir að ég hafi vanmetið þær í fyrstu og haldið þær ógeðslega vondar. Ég nefnilega gat ekki ímyndað mér að smákökur með ferskum berjum yrðu góðar. En stundum er bara svo gott að hafa rangt fyrir sér!“Hráefni• 115 g mjúkt smjör• ½ bolli sykur• ½ bolli ljós púðursykur• 1 stórt egg• 2 tsk. vanilludropar• 1 bolli Kornax-hveiti• 2 tsk. maizena• ½ tsk. salt• ½ tsk. matarsódi• ¼ tsk. lyftiduft• 1 bolli haframjöl• 2/3 bolli grófsaxað hvítt súkkulaði• 1 bolli bláber (fersk eða frosin) Hitið ofninn í 170°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur. Blandið smjöri, sykri og púðursykri vel saman. Blandið egginu við og vanilludropunum og hrærið vel. Blandið saman hveiti, maizena, salti, matarsóda og lyftidufti í annarri skál. Hrærið smjörblöndunni saman við þurrefnin þar til allt er næstum því alveg blandað saman. Blandið haframjölinu saman við með sleif og því næst súkkulaðinu og bláberjunum. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á ofnskúffurnar. Bakið í 16 til 19 mínútur eða þar til brúnirnar á kökunum eru farnar að brúnast. Bollakökur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Lilja Katrín heldur úti vefsíðunni Blaka.is þar sem hún býr til ógrynni af girnilegu kruðeríi og kræsingum. Hér skeytti hún saman ferskum berjum við smákökuuppskrift, eitthvað sem er kjörið að gera núna þegar ber eru tínd víða um land og þetta er kjörið að taka með sér í vinnuna. Um kökuna segir Lilja Katrín: „Ég elska þegar uppskriftir og kruðerí koma mér á óvart. Eitthvað sem ég hélt að yrði afleitt verður bara algjör draumur. Þessar smákökur eru gott dæmi um það og þess vegna kalla ég þær dúllur. Þær eru svo sætar og góðar þrátt fyrir að ég hafi vanmetið þær í fyrstu og haldið þær ógeðslega vondar. Ég nefnilega gat ekki ímyndað mér að smákökur með ferskum berjum yrðu góðar. En stundum er bara svo gott að hafa rangt fyrir sér!“Hráefni• 115 g mjúkt smjör• ½ bolli sykur• ½ bolli ljós púðursykur• 1 stórt egg• 2 tsk. vanilludropar• 1 bolli Kornax-hveiti• 2 tsk. maizena• ½ tsk. salt• ½ tsk. matarsódi• ¼ tsk. lyftiduft• 1 bolli haframjöl• 2/3 bolli grófsaxað hvítt súkkulaði• 1 bolli bláber (fersk eða frosin) Hitið ofninn í 170°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur. Blandið smjöri, sykri og púðursykri vel saman. Blandið egginu við og vanilludropunum og hrærið vel. Blandið saman hveiti, maizena, salti, matarsóda og lyftidufti í annarri skál. Hrærið smjörblöndunni saman við þurrefnin þar til allt er næstum því alveg blandað saman. Blandið haframjölinu saman við með sleif og því næst súkkulaðinu og bláberjunum. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á ofnskúffurnar. Bakið í 16 til 19 mínútur eða þar til brúnirnar á kökunum eru farnar að brúnast.
Bollakökur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira