Brokkólí- og avókadósalat með eggjahræru matarvísir skrifar 31. ágúst 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring. Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið
Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring.
Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið