95 prósent af tekjum STEFs til erlendra höfunda Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2015 11:00 Á Íslandi eru um 22.000 manns sem borga áskriftargjaldið en í heildina eru um 40.000 manns sem notfæra sér tónlistarveituna. Tekjur tónlistarmanna af spilun tónlistar þeirra á tónlistarveitunni Spotify hafa verið gagnrýndar enda greiðsla fyrir hverja spilun ekki há. Flytjandi lags og útgefandi lags skipta með sér tæpri einni krónu fyrir eina hlustun á laginu, sem er ekki mikið miðað við þá vinnu sem oftast hefur verið varið í lagið. Höfundar lagsins fá greitt fyrir streymi verka sinna í gegnum sitt höfundarréttarfélag og er sú greiðsla nokkru lægri en það sem kemur í hlut flytjanda og útgefanda lagsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kveður samningur STEFs og flestra höfundaréttarfélaga við Spotify á um að tólf prósentum af öllum tekjum Spotify á viðkomandi landsvæði sé skipt niður á höfunda. Samtals fara 70 prósent af tekjum Spotify til rétthafa, tólf prósent til höfunda og 58 prósent sem skiptast á flytjanda og útgefanda.Haraldur Leví Gunnarsson eigandi Record Records hefur látið í sér heyra í Spotify umræðunni. Fréttablaðið/Ernir„Sú fjárhæð sem höfundar eru að fá frá höfundaréttarsamtökum fyrir hverja spilun á tónlistarveitum er ekki föst og getur verið breytileg eftir því í hvaða landi streymið fer fram svo og uppgjörstímabilum, tekjum tónlistarveitunnar á hverjum tíma og heildarmagni streymis,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. „Aðalvandamálið við Spotify er að mínu mati að áskriftargjaldið er of lágt, það er kjarni vandans eða þá að þjónustan er einfaldlega of fullnægjandi fyrir þetta lága gjald. Spotify greiðir samtals sjötíu prósent af öllum sínum tekjum til rétthafa, þannig að ég tel að vandinn liggi í því að áskriftargjaldið er of lágt – eða að áskrifendur séu enn ekki nógu margir,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Áskriftargjald á Spotify um 1.500 kr.Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs segir hegðun íslenskra neytenda vera að nokkru leyti ólík neyslumynstri annarra þjóða.Vísir/ErnirGuðrún Björk segir þó að aðalvandamálið hér á landi hvað varðar tekjur höfunda af tónlistarveitum sé að hegðun íslenskra neytenda sé að nokkru leyti ólík neyslumynstri annarra þjóða. „95 prósent af okkar tekjum af t.d. Spotify fer til erlendra höfunda og því fara aðeins fimm prósent af tekjum af streyminu hér á landi til íslenskra rétthafa. Íslendingar eru því miður ekki að streyma mikið íslenskri tónlist. Almennt eru neytendur lítið að leita að tónlist til að streyma og láta sér nægja að láta mata sig með erlendum lagalistum. Það er eitthvað sem STEF getur ekkert gert í, en hefur áhrif á okkar meðlimi,“ útskýrir Guðrún Björk. Haraldur Leví Gunnarsson, útgefandi hjá Record Records, skrifaði pistil fyrir skömmu þar sem hann segir að lögum hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur hafi verið streymt rúmlega 473 þúsund sinnum á streymisveitum á borð við Spotify eftir útgáfu plötunnar Tvær plánetur. Áætlaðar tekjur af streyminu eru um 400 þúsund krónur, eða sem samsvarar tekjum af sölu á 200 plötum.Eiður Arnarson framkvæmdastjóri Félags Hljómplötuframleiðenda segir áskriftargjaldið vera of lágt.vísir/stefán„Ég kynnti mér starfsemi Spotify mikið í kringum lokaritgerðina mína í Háskólanum. Þetta er framtíðin en þetta er enn þá svo nýtt og enn í lausu lofti. Ég fíla þetta og nota þessa þjónustu en ég veit ekki hvort þetta muni skila hagnaði fyrir litla listamenn eins og á Íslandi. Með tíð og tíma verða fleiri áskrifendur að þjónustunni, sem gefa meiri tekjur. Ég væri samt alveg til í að tveimur krónum væri skipt á milli flytjanda og útgefanda frekar en tæpri krónu,“ segir Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Lokaritgerðin hans í viðskiptafræði ber titilinn „Þetta er djöfulsins hark“ – Lifað á listinni á íslenskum tónlistarmarkaði og var ætlað að leiða í ljós hvort og hvernig tónlistarfólk getur lifað á listinni á íslenskum markaði. „Meðaljóninn sem keypti sér eina til tvær plötur á ári var að eyða fimm til sex þúsund krónum á ári í tónlist. Ef þessi meðaljón er með áskrift hjá Spotify eyðir hann 18.000 krónum á ári í tónlist. Það er mikilvæg og jákvæð breyting og aukin tekjuöflun hjá sumum. En sé litið á aðra hlið peningsins þá er maður sem hefur verið að kaupa tíu plötur á ári, og var þá vanur að eyða um þrjátíu til fjörutíu þúsund krónum á ári, að borga miklu minna með sinni Spotify-áskrift, ef hún kemur alfarið í staðinn fyrir plötukaupin,“ útskýrir Eiður.Lögin á plötunni Tvær plánetur með Úlfi Úlfi eru með 473 þúsund streymi, um 34 þúsund plötuhlustanir.Vísir/ErnirÁ Íslandi eru um 22.000 manns sem borga áskriftargjaldið en í heildina eru um 40.000 manns sem notfæra sér tónlistarveituna og í hverjum mánuði hækkar þessi tala enda augljóst mál að tónlistarveitur á netinu, eru komnar til að vera og eru framtíðin.Mjög grófir útreikningar skila þessum hljómsveitum eftirfarandi tekjum:Beneath the Skin kom út í júní 2015Lögin á plötunni Beneath The Skin eru með 179 þúsund streymi, tæpar 14 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 162.000 krónum.AmabAdamA kom út 6. nóvember 2014Lögin á plötunni Heyrðu mig nú eru með 331 þúsund streymi, rúmlega 33 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 298.000 krónum.Tvær plánetur kom út í júní 2015Lögin á plötunni Tvær plánetur með Úlfi Úlfi eru með 473 þúsund streymi, um 34 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 420.000 krónum.Lögin á plötunni Beneath The Skin eru með 179 þúsund streymi, tæpar 14 þúsund plötuhlustanir.Vísir/Anton Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tekjur tónlistarmanna af spilun tónlistar þeirra á tónlistarveitunni Spotify hafa verið gagnrýndar enda greiðsla fyrir hverja spilun ekki há. Flytjandi lags og útgefandi lags skipta með sér tæpri einni krónu fyrir eina hlustun á laginu, sem er ekki mikið miðað við þá vinnu sem oftast hefur verið varið í lagið. Höfundar lagsins fá greitt fyrir streymi verka sinna í gegnum sitt höfundarréttarfélag og er sú greiðsla nokkru lægri en það sem kemur í hlut flytjanda og útgefanda lagsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kveður samningur STEFs og flestra höfundaréttarfélaga við Spotify á um að tólf prósentum af öllum tekjum Spotify á viðkomandi landsvæði sé skipt niður á höfunda. Samtals fara 70 prósent af tekjum Spotify til rétthafa, tólf prósent til höfunda og 58 prósent sem skiptast á flytjanda og útgefanda.Haraldur Leví Gunnarsson eigandi Record Records hefur látið í sér heyra í Spotify umræðunni. Fréttablaðið/Ernir„Sú fjárhæð sem höfundar eru að fá frá höfundaréttarsamtökum fyrir hverja spilun á tónlistarveitum er ekki föst og getur verið breytileg eftir því í hvaða landi streymið fer fram svo og uppgjörstímabilum, tekjum tónlistarveitunnar á hverjum tíma og heildarmagni streymis,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. „Aðalvandamálið við Spotify er að mínu mati að áskriftargjaldið er of lágt, það er kjarni vandans eða þá að þjónustan er einfaldlega of fullnægjandi fyrir þetta lága gjald. Spotify greiðir samtals sjötíu prósent af öllum sínum tekjum til rétthafa, þannig að ég tel að vandinn liggi í því að áskriftargjaldið er of lágt – eða að áskrifendur séu enn ekki nógu margir,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Áskriftargjald á Spotify um 1.500 kr.Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs segir hegðun íslenskra neytenda vera að nokkru leyti ólík neyslumynstri annarra þjóða.Vísir/ErnirGuðrún Björk segir þó að aðalvandamálið hér á landi hvað varðar tekjur höfunda af tónlistarveitum sé að hegðun íslenskra neytenda sé að nokkru leyti ólík neyslumynstri annarra þjóða. „95 prósent af okkar tekjum af t.d. Spotify fer til erlendra höfunda og því fara aðeins fimm prósent af tekjum af streyminu hér á landi til íslenskra rétthafa. Íslendingar eru því miður ekki að streyma mikið íslenskri tónlist. Almennt eru neytendur lítið að leita að tónlist til að streyma og láta sér nægja að láta mata sig með erlendum lagalistum. Það er eitthvað sem STEF getur ekkert gert í, en hefur áhrif á okkar meðlimi,“ útskýrir Guðrún Björk. Haraldur Leví Gunnarsson, útgefandi hjá Record Records, skrifaði pistil fyrir skömmu þar sem hann segir að lögum hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur hafi verið streymt rúmlega 473 þúsund sinnum á streymisveitum á borð við Spotify eftir útgáfu plötunnar Tvær plánetur. Áætlaðar tekjur af streyminu eru um 400 þúsund krónur, eða sem samsvarar tekjum af sölu á 200 plötum.Eiður Arnarson framkvæmdastjóri Félags Hljómplötuframleiðenda segir áskriftargjaldið vera of lágt.vísir/stefán„Ég kynnti mér starfsemi Spotify mikið í kringum lokaritgerðina mína í Háskólanum. Þetta er framtíðin en þetta er enn þá svo nýtt og enn í lausu lofti. Ég fíla þetta og nota þessa þjónustu en ég veit ekki hvort þetta muni skila hagnaði fyrir litla listamenn eins og á Íslandi. Með tíð og tíma verða fleiri áskrifendur að þjónustunni, sem gefa meiri tekjur. Ég væri samt alveg til í að tveimur krónum væri skipt á milli flytjanda og útgefanda frekar en tæpri krónu,“ segir Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Lokaritgerðin hans í viðskiptafræði ber titilinn „Þetta er djöfulsins hark“ – Lifað á listinni á íslenskum tónlistarmarkaði og var ætlað að leiða í ljós hvort og hvernig tónlistarfólk getur lifað á listinni á íslenskum markaði. „Meðaljóninn sem keypti sér eina til tvær plötur á ári var að eyða fimm til sex þúsund krónum á ári í tónlist. Ef þessi meðaljón er með áskrift hjá Spotify eyðir hann 18.000 krónum á ári í tónlist. Það er mikilvæg og jákvæð breyting og aukin tekjuöflun hjá sumum. En sé litið á aðra hlið peningsins þá er maður sem hefur verið að kaupa tíu plötur á ári, og var þá vanur að eyða um þrjátíu til fjörutíu þúsund krónum á ári, að borga miklu minna með sinni Spotify-áskrift, ef hún kemur alfarið í staðinn fyrir plötukaupin,“ útskýrir Eiður.Lögin á plötunni Tvær plánetur með Úlfi Úlfi eru með 473 þúsund streymi, um 34 þúsund plötuhlustanir.Vísir/ErnirÁ Íslandi eru um 22.000 manns sem borga áskriftargjaldið en í heildina eru um 40.000 manns sem notfæra sér tónlistarveituna og í hverjum mánuði hækkar þessi tala enda augljóst mál að tónlistarveitur á netinu, eru komnar til að vera og eru framtíðin.Mjög grófir útreikningar skila þessum hljómsveitum eftirfarandi tekjum:Beneath the Skin kom út í júní 2015Lögin á plötunni Beneath The Skin eru með 179 þúsund streymi, tæpar 14 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 162.000 krónum.AmabAdamA kom út 6. nóvember 2014Lögin á plötunni Heyrðu mig nú eru með 331 þúsund streymi, rúmlega 33 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 298.000 krónum.Tvær plánetur kom út í júní 2015Lögin á plötunni Tvær plánetur með Úlfi Úlfi eru með 473 þúsund streymi, um 34 þúsund plötuhlustanir.Sem þýðir að flytjandi og útgefandi skipta með sér um 420.000 krónum.Lögin á plötunni Beneath The Skin eru með 179 þúsund streymi, tæpar 14 þúsund plötuhlustanir.Vísir/Anton
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira