Enn er bætt í vextina Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Fagnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarviðskipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum viðskiptum. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar. Væntanlega hefur tilkynningin ein þegar áhrif til fælingar hjá þeim sem veðja hefðu viljað á þennan hest. Þó að þarna hafi verið góðar fréttir vekur ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti um hálft prósentustig blendnari tilfinningar. Peningastefnunefnd bankans sér kannski ekki sömu hvata til verðlækkana og framkvæmdastjóri IKEA, sem vísar til styrkingar krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, kjarasamninga hagfelldari fyrirtækjum en búist hafi verið við og tekjuauka með aukinni veltu. Nema að nefndin hafi bara minni trú á því að hér lækki verslanir verð. Venjan hefur enda verið sú að vörur hækka hratt þegar gengisþróun krónunnar er óhagstæð, en lítið ber á lækkunum þegar þróunin er öndverð. Þá er þetta með kjarasamningana svolítið matskennt. „Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launakostnaður hækkar um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum,“ sagði seðlabankastjóri í fréttum Stöðvar 2 í gær. En, ætti kraftaverkið sér stað þá myndu vextir hækka minna en ella. Þar er kannski vonarglæta. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir hins vegar á vef samtakanna á að ekki sé sjálfgefið að kostnaður vegna kjarasamninga velti út í verðlag. „Hærri vextir gera fyrirtækjum raunar erfiðara um vik að hagræða og mæta launahækkunum,“ segir hann og bætir við að heldur megi ekki gleymast að hærri vextir auki kostnað fyrirtækja sem aftur geti leitt út í verðlagið. Þá grafi vextir undan samkeppnishæfni landsins. Taka má undir með Almari þegar hann kallar eftir umræðu um þá staðreynd að hár vaxtamunur við útlönd kyndi undir flótta fyrirtækja og starfseininga frá landinu. „Slík atburðarás kostar okkur langtíma hagvöxt og minni fjölbreytni í atvinnulífi.“ Hugsandi fólk sér að ekki verður við það unað að vextir hér þurfi að vera margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Lykillinn að því að losna úr þessari stöðu liggur í peningastefnu landsins. Á meðan peningastefnan byggist á því að íslensk króna skuli vera gjaldmiðill landsins, örmynt svo smá að hún er sveifluvaldur í sjálfu sér og svo óstöðug að verðtrygging verður ráðandi lánaform á meðan hún er notuð, er hætt við að vaxtapíning hér á landi verði viðvarandi. En með bremsu á vaxtamunarviðskipti getur fólk þó í það minnsta vonað að í þetta sinn geti þjóðin verið laus við vítahring vaxtahækkana sem slá eiga á innlenda þenslu á sama tíma og inn í landið flæði peningar vegna vaxtamunarins við útlönd og kyndi undir þenslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Fagnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarviðskipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum viðskiptum. Nánari útfærsla yrði kynnt síðar. Væntanlega hefur tilkynningin ein þegar áhrif til fælingar hjá þeim sem veðja hefðu viljað á þennan hest. Þó að þarna hafi verið góðar fréttir vekur ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að hækka stýrivexti um hálft prósentustig blendnari tilfinningar. Peningastefnunefnd bankans sér kannski ekki sömu hvata til verðlækkana og framkvæmdastjóri IKEA, sem vísar til styrkingar krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, kjarasamninga hagfelldari fyrirtækjum en búist hafi verið við og tekjuauka með aukinni veltu. Nema að nefndin hafi bara minni trú á því að hér lækki verslanir verð. Venjan hefur enda verið sú að vörur hækka hratt þegar gengisþróun krónunnar er óhagstæð, en lítið ber á lækkunum þegar þróunin er öndverð. Þá er þetta með kjarasamningana svolítið matskennt. „Ef það væri þannig að það yrðu engar verðhækkanir í framhaldi af þessum kjarasamningum þegar launakostnaður hækkar um 10 prósent á einu ári þá er það mikið kraftaverk. Við getum ekki byggt okkar stefnu á kraftaverkum,“ sagði seðlabankastjóri í fréttum Stöðvar 2 í gær. En, ætti kraftaverkið sér stað þá myndu vextir hækka minna en ella. Þar er kannski vonarglæta. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir hins vegar á vef samtakanna á að ekki sé sjálfgefið að kostnaður vegna kjarasamninga velti út í verðlag. „Hærri vextir gera fyrirtækjum raunar erfiðara um vik að hagræða og mæta launahækkunum,“ segir hann og bætir við að heldur megi ekki gleymast að hærri vextir auki kostnað fyrirtækja sem aftur geti leitt út í verðlagið. Þá grafi vextir undan samkeppnishæfni landsins. Taka má undir með Almari þegar hann kallar eftir umræðu um þá staðreynd að hár vaxtamunur við útlönd kyndi undir flótta fyrirtækja og starfseininga frá landinu. „Slík atburðarás kostar okkur langtíma hagvöxt og minni fjölbreytni í atvinnulífi.“ Hugsandi fólk sér að ekki verður við það unað að vextir hér þurfi að vera margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Lykillinn að því að losna úr þessari stöðu liggur í peningastefnu landsins. Á meðan peningastefnan byggist á því að íslensk króna skuli vera gjaldmiðill landsins, örmynt svo smá að hún er sveifluvaldur í sjálfu sér og svo óstöðug að verðtrygging verður ráðandi lánaform á meðan hún er notuð, er hætt við að vaxtapíning hér á landi verði viðvarandi. En með bremsu á vaxtamunarviðskipti getur fólk þó í það minnsta vonað að í þetta sinn geti þjóðin verið laus við vítahring vaxtahækkana sem slá eiga á innlenda þenslu á sama tíma og inn í landið flæði peningar vegna vaxtamunarins við útlönd og kyndi undir þenslunni.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun