Bíó og sjónvarp

Guardian telur mynd Baltasars líklega til að fá Óskarstilnefningar

Bjarki Ármannsson skrifar
Everest, væntanleg kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er meðal þeirra fjörutíu kvikmynda sem breska blaðið The Guardian telur líklegar til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air eftir fjallgöngumanninn Jon Krakauer og fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á Everestfjalli árið 1996 þegar átta manns fórust.

Everest var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og í grein Guardian er bent á það að síðustu tvær opnunarmyndir þeirrar hátíðar, Gravity og Birdman, uppskáru ríkulega á verðlaunahátíðum í kjölfarið.

Segir jafnframt í greininni að Everest myndi líklegast hljóta tilnefningar í flokkunum besta kvikmyndin, besta leikstjórn eða fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og fram hefur komið er leikhópurinn í myndinni ekki af verri endanum, en Josh Brolin, Keira Knightley og Jake Gyllenhaal eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í henni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×