Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2015 10:00 Góð morgunveiði í heiðarvatni Mynd: EMK Norðanáttin sem hefur verið ríkjandi ber með sér kalt loft eins og landsmenn hafa verið að upplifa í þessum mánuði. Það sem norðanáttin hefur í för með sér í veiðinni í hálendisvötnunum er snarminnkandi taka og síðan minni ástundun veiðimanna. Þegar lofthitinn á láglendi t.d. á norðurlandi er ekki nema 6-8 gráður er hitinn í 300-400 metrum ekki nema 3-5 gráður og við það kólna vötnin. Fiskurinn fer á meira dýpi og takan minnkar. Þetta hafa margir verið að upplifa t.d. í Veiðivötnum og Arnarvatnsheiði en suma morgna þegar veiðimenn hafa verið að fara út hefur ekki verið nema 2-3 C hiti ef hita má kalla. Það hefur alveg vantað gott hitatímabil sem lyftir vatnshitanum upp svo bleikjan leiti í svala læki sem renna í vötnin til að kæla sig. Þegar þessar aðstæður bresta á er hægt að gera magnaða veiði. Í sumar hefur þetta varla gerst, a.m.k. ekki ennþá. "Við vorum í þrjá daga uppá Arnarvatnsheiði í liðinni viku og höfum farið á þessum tíma í nokkur ár og alltaf veitt fantavel. T.d. í fyrra vorum við með á annað hundrað fiska en núna rétt um 30 stykki og þetta eru menn sem þekkja svæðið vel" sagði Arnór Sigurðsson í spjalli við Veiðivísi í morgun. "Við veiðum eiginlega bara á flugu en prófuðum síðasta daginn að nota einu kaststöngina sem ver með í för og skelltum sökku og maðki á hana, þannig fór maður að verða meira var. Fiskurinn liggur bara á botninum og kemur ekkert upp á meðan það er lítið flugnaklak í þessum kulda". Ekki er beint útlit fyrir að þetta sé að breytast mikið þar sem það spáir ennþá frekar svölu veðri fram að mánaðarmótum en kannski að það komi gott hitaskot í ágúst. Þegar og ef það gerist má búast við miklum kipp í veiðinni úr heiðarvötnunum. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Norðanáttin sem hefur verið ríkjandi ber með sér kalt loft eins og landsmenn hafa verið að upplifa í þessum mánuði. Það sem norðanáttin hefur í för með sér í veiðinni í hálendisvötnunum er snarminnkandi taka og síðan minni ástundun veiðimanna. Þegar lofthitinn á láglendi t.d. á norðurlandi er ekki nema 6-8 gráður er hitinn í 300-400 metrum ekki nema 3-5 gráður og við það kólna vötnin. Fiskurinn fer á meira dýpi og takan minnkar. Þetta hafa margir verið að upplifa t.d. í Veiðivötnum og Arnarvatnsheiði en suma morgna þegar veiðimenn hafa verið að fara út hefur ekki verið nema 2-3 C hiti ef hita má kalla. Það hefur alveg vantað gott hitatímabil sem lyftir vatnshitanum upp svo bleikjan leiti í svala læki sem renna í vötnin til að kæla sig. Þegar þessar aðstæður bresta á er hægt að gera magnaða veiði. Í sumar hefur þetta varla gerst, a.m.k. ekki ennþá. "Við vorum í þrjá daga uppá Arnarvatnsheiði í liðinni viku og höfum farið á þessum tíma í nokkur ár og alltaf veitt fantavel. T.d. í fyrra vorum við með á annað hundrað fiska en núna rétt um 30 stykki og þetta eru menn sem þekkja svæðið vel" sagði Arnór Sigurðsson í spjalli við Veiðivísi í morgun. "Við veiðum eiginlega bara á flugu en prófuðum síðasta daginn að nota einu kaststöngina sem ver með í för og skelltum sökku og maðki á hana, þannig fór maður að verða meira var. Fiskurinn liggur bara á botninum og kemur ekkert upp á meðan það er lítið flugnaklak í þessum kulda". Ekki er beint útlit fyrir að þetta sé að breytast mikið þar sem það spáir ennþá frekar svölu veðri fram að mánaðarmótum en kannski að það komi gott hitaskot í ágúst. Þegar og ef það gerist má búast við miklum kipp í veiðinni úr heiðarvötnunum.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði