Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum Rikka skrifar 3. ágúst 2015 15:00 Berglind Guðmundsdóttir hefur slegið í gegn með matarbloggi sínu Gulur, rauður, grænn og salt. Hún gefur lesendum Matarvísis hér uppskrift af girnilegu kjúklingapasta. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d. penne pasta 1 msk þurrkað basil ¼ tsk rauðar piparflögur sjávarsalt Eldið pastað skv. leiðbeiningum og þegar það er tilbúið geymið 120-ml af pastavatninu þar til síðar. Takið sólþurrkuðu tómatana úr olíunni og steikið á pönnu ásamt hvítlauknum í um 1 mínútu. Takið af pönnunni. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita kryddið með paprikukryddi og salti og steikið á pönnunni. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita og bætið þeim saman við kjúklinginn. Setjið rjómann og mozzarellaostinn saman við og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og hrærið stöðugt í eða þar til osturinn hefur bráðnað. Þynnið sósuna með því að bæta pastavatninu saman við. Bætið pasta út á pönnunna og kryddið með basil, chilíflögum og saltið að eigin smekk. Berið fram með salati og góðu brauði. Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið
Berglind Guðmundsdóttir hefur slegið í gegn með matarbloggi sínu Gulur, rauður, grænn og salt. Hún gefur lesendum Matarvísis hér uppskrift af girnilegu kjúklingapasta. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d. penne pasta 1 msk þurrkað basil ¼ tsk rauðar piparflögur sjávarsalt Eldið pastað skv. leiðbeiningum og þegar það er tilbúið geymið 120-ml af pastavatninu þar til síðar. Takið sólþurrkuðu tómatana úr olíunni og steikið á pönnu ásamt hvítlauknum í um 1 mínútu. Takið af pönnunni. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita kryddið með paprikukryddi og salti og steikið á pönnunni. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita og bætið þeim saman við kjúklinginn. Setjið rjómann og mozzarellaostinn saman við og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og hrærið stöðugt í eða þar til osturinn hefur bráðnað. Þynnið sósuna með því að bæta pastavatninu saman við. Bætið pasta út á pönnunna og kryddið með basil, chilíflögum og saltið að eigin smekk. Berið fram með salati og góðu brauði.
Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið