Bíó og sjónvarp

Óvænt ánægja fyrir aðdáendur Sherlock Holmes

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Watson og Sherlock Holmes taka sig vel út á Viktoríutímanum.
John Watson og Sherlock Holmes taka sig vel út á Viktoríutímanum. mynd/bbc
Sérstakur jólaþáttur um Sherlock Holmes verður sýndur í desember á þessu ári. Benedict Cumberbatch fer eins og áður með hlutverk einkaspæjarans og Martin Freeman leikur lækninn Watson.

Steven Moffat, handritshöfundur þáttanna, sat fyrir svörum á Comic Con-ráðstefnunni í San Diego í gær ásamt framleiðandanum Sue Vertue og leikaranum Rupert Graves.

Aðdáendum þáttanna var komið ánægjulega á óvart þegar ný stikla fyrir jólaþáttinn var frumsýnd. Þátturinn gerist ekki í nútímanum, eins og venjan hefur verið, heldur á Viktoríutímanum. 

Cumberbatch átti ekki heimangengt til San Diego ekki frekar en leikarinn Andrew Scott sem fer með hlutverk Jim Moriarty, helsta óvinar Sherlock. Þeir sendu þó skilaboð á ráðstefnuna með myndbandi þar sem eru með ýmsar afsakanir á reiðum höndum fyrir því að hafa ekki mætt.

Fjórða serían af Sherlock verður svo sýnd árið 2017. 


Tengdar fréttir

Orðinn pabbi

Sherlock Holmes-leikarinn Benedict Cumberbatch varð faðir um helgina er honum og konu hans, leikstjóranum Sophie Hunter, fæddist lítill drengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×