Korpa komin í 36 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2015 23:48 Veitt í Berghyl í Korpu Mynd: Hreggnasi Veiðin í Korpu er hægt og rólega að komast í gang og síðustu daga hafa göngur tekið nokkurn kipp. Það virðist þó vera að laxinn sé fljótur upp ánna og upp á efri svæðin en veiðimenn kvarta ekki yfir því þar sem svæðin ofan við Berghyl eru þau sem veiðast best á flugu. Áin á sinn fasta kúnnahóp sem heldur mikið upp á þessa litlu perlu sem hún er og þess má geta að hún er alveg sjálfbær og hefur öllu jöfnu verið með mjög jafna veiði í gegnum tíðina. Staðan í veiðibókinni í gær var 36 laxar sem er alveg prýðileg veiði miðað við árstíma og hversu seint göngurnar eru að koma. Meðalveiðin í ánni frá 1974 eru 296 laxar og það verður að teljast gott meðaltal á aðeins tvær stangir. Aðeins Laxá á Ásum hefur hærri meðalveiði á tvær stangir. Það er skemmtilegur tími framundan í Korpu og samkvæmt heimasíðunni hjá leigutakanum Hreggnasa eru einhverjir lausir dagar á stangli í ánni. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði
Veiðin í Korpu er hægt og rólega að komast í gang og síðustu daga hafa göngur tekið nokkurn kipp. Það virðist þó vera að laxinn sé fljótur upp ánna og upp á efri svæðin en veiðimenn kvarta ekki yfir því þar sem svæðin ofan við Berghyl eru þau sem veiðast best á flugu. Áin á sinn fasta kúnnahóp sem heldur mikið upp á þessa litlu perlu sem hún er og þess má geta að hún er alveg sjálfbær og hefur öllu jöfnu verið með mjög jafna veiði í gegnum tíðina. Staðan í veiðibókinni í gær var 36 laxar sem er alveg prýðileg veiði miðað við árstíma og hversu seint göngurnar eru að koma. Meðalveiðin í ánni frá 1974 eru 296 laxar og það verður að teljast gott meðaltal á aðeins tvær stangir. Aðeins Laxá á Ásum hefur hærri meðalveiði á tvær stangir. Það er skemmtilegur tími framundan í Korpu og samkvæmt heimasíðunni hjá leigutakanum Hreggnasa eru einhverjir lausir dagar á stangli í ánni.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði