Ný stikla: Hjartaknúsari leikur uppljóstrara Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 10:06 Joseph Gordon-Levitt er hér í gervi hermannsins Snowden. Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira