Stöð 2 ætlar að fara nýjar leiðir í kynningarmálum á nýju dagskrárefni frá HBO.
Í nokkra daga geta lesendur því streymt í háskerpu fyrstu þáttunum úr glænýjum þáttaröðum HBO til að fá forsmekk af frábærri sumardagskrá Stöðvar 2.
Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn úr The Brink sem eru epískir gamanþættir með svörtum húmor með Jack Black og Tim Robbins í aðalhlutverkum.
Þættirnir verða aðgengilegir á Vísi fram til miðnættis 7. júlí. The Brink er bannaður börnum yngri en 12 ára.