Fín veiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 09:00 Vel veiðist við rétt skilyrði hraunsmegin í Frostastaðavatni Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði