Kúra í Dacia Dokker og láta fara vel um sig Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 10:45 Ekki slorlegt útsýni aftan úr einum Dacia Dokker bílnum. Bílaleigan Kú kú Campers leigir húsbíla af öllum og stærðum og gerðum og er m.a. með 45 Dacia Dokker sendibíla í þjónustu sinni sem eru sérútbúnir með svefnaðstöðu fyrir tvo. Kú kú hefur slegið í gegn á meðal ferðamanna sem keppast um að bóka bíl á heimasíðunni enda er þetta engin venjuleg bílaleiga. Stjórnendur Kú kú segjast einfaldlega vera kú kú! „Ef fólk er að leita að hefðbundnum húsbíl til að þvælast um landið með öðru húsbílafólki í einni kös, þá ættu menn kannski að leita eitthvert annað. Ekki það, okkar bílar myndu sóma sér vel í þyrpingunni því þeir eru svo flottir,“ segir Steinarr Lár, framkvæmdastjóri Kú kú. „En svona að öllu gamni slepptu þá eru okkar viðskiptavinir aðallega ungt fólk, mest erlendir ferðamenn, sem vilja upplifa og njóta landsins á eigin vegum, gjarnan fjarri fjölförnustu ferðamannastöðunum til að njóta kyrrðar og útsýnis. Þú getur lagt bílnum nær hvar sem er og gist án þess að fara út í mikinn kostnað við stóran húsbíl eða fyrirhöfnina við að tjalda. Okkar viðskiptavinir elda sjálfir á staðnum, sitja úti og horfa uppí himininn, sofa í bílnum og njóta þess að vera á eigin vegum. Þessir ferðamenn koma á öllum tíma ársins, ekkert síður köldustu mánuðina, þeir láta næturfrostið ekkert á sig fá. Þeir kúra í bílnum og láta fara vel um sig.“ Kú kú Campers er með 45 Dacia Dokker sendibíla í útleigu. „Við tókum 20 bíla í notkun á síðasta ári og bílarnir hafa reynst afar vel. Þess vegna bættum við 25 bílum af sömu gerð í flotann núna í vor. Dokker hefur reynst afar hagkvæmur í rekstri hjá okkur, það er gott að keyra þessa bíla og svo eru alls konar aukahlutir í þeim eins og Bluetooth, USB og fleira sem eykur þægindi notenda bílanna,“ segir Steinar. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent
Bílaleigan Kú kú Campers leigir húsbíla af öllum og stærðum og gerðum og er m.a. með 45 Dacia Dokker sendibíla í þjónustu sinni sem eru sérútbúnir með svefnaðstöðu fyrir tvo. Kú kú hefur slegið í gegn á meðal ferðamanna sem keppast um að bóka bíl á heimasíðunni enda er þetta engin venjuleg bílaleiga. Stjórnendur Kú kú segjast einfaldlega vera kú kú! „Ef fólk er að leita að hefðbundnum húsbíl til að þvælast um landið með öðru húsbílafólki í einni kös, þá ættu menn kannski að leita eitthvert annað. Ekki það, okkar bílar myndu sóma sér vel í þyrpingunni því þeir eru svo flottir,“ segir Steinarr Lár, framkvæmdastjóri Kú kú. „En svona að öllu gamni slepptu þá eru okkar viðskiptavinir aðallega ungt fólk, mest erlendir ferðamenn, sem vilja upplifa og njóta landsins á eigin vegum, gjarnan fjarri fjölförnustu ferðamannastöðunum til að njóta kyrrðar og útsýnis. Þú getur lagt bílnum nær hvar sem er og gist án þess að fara út í mikinn kostnað við stóran húsbíl eða fyrirhöfnina við að tjalda. Okkar viðskiptavinir elda sjálfir á staðnum, sitja úti og horfa uppí himininn, sofa í bílnum og njóta þess að vera á eigin vegum. Þessir ferðamenn koma á öllum tíma ársins, ekkert síður köldustu mánuðina, þeir láta næturfrostið ekkert á sig fá. Þeir kúra í bílnum og láta fara vel um sig.“ Kú kú Campers er með 45 Dacia Dokker sendibíla í útleigu. „Við tókum 20 bíla í notkun á síðasta ári og bílarnir hafa reynst afar vel. Þess vegna bættum við 25 bílum af sömu gerð í flotann núna í vor. Dokker hefur reynst afar hagkvæmur í rekstri hjá okkur, það er gott að keyra þessa bíla og svo eru alls konar aukahlutir í þeim eins og Bluetooth, USB og fleira sem eykur þægindi notenda bílanna,“ segir Steinar.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent