Helgarhollið í Langá landaði 51 laxi Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 15:00 Flottur og vel haldinn lax sem veiddist í Langá um helgina. Mynd: ÁH Mikið líf er loksins að færast í Borgarfjarðarárnar sem fóru allar frekar hægt af stað vegna kulda framan af sumri. Einnig var vatnsstaðan í ánum þannig að margir veiðistaðir voru hreinlega óveiðandi og erfitt var að finna laxa í þeim stöðum sem var hægt að kasta á. Árnar hafa sjatnað mikið og eru flestar komnar í gott vatn og er veiðin í þeim að taka hressilegan kipp enda er mikill lax að ganga í árnar í Borgarfirði þessa dagana. Langá á Mýrum er hægt að komast í gang eftir gífurlega mikið vatn frá opnun og þrátt fyrir að hún sé að sjatna hratt á hún ennþá 20-30 sm eftir til að komast í kjörvatn. Þetta hefur þó ekkert hamlað veiði eða göngum en mikið líf hefur verið á neðstu svæðum hennar síðustu daga og greinilega mikið af laxi að ganga. Hann fer þó mjög hratt í gegnum Strengina þar sem vatnsstaðan er ennþá nokkuð há en efri svæðin hafa grætt vel á því. Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær landaði 51 laxi og mikið slapp þar sem laxinn vildi svo til eingöngu taka flugur í stærðum #12-16 og oft voru tökurnar mjög grannar. Fyrir utan hefðbundnar smáflugur þá var mikið tekið á Kolskegg er sú fluga virðist með eindæmum skæð á lax hvort heldur sem er í göngu eða leginn. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði
Mikið líf er loksins að færast í Borgarfjarðarárnar sem fóru allar frekar hægt af stað vegna kulda framan af sumri. Einnig var vatnsstaðan í ánum þannig að margir veiðistaðir voru hreinlega óveiðandi og erfitt var að finna laxa í þeim stöðum sem var hægt að kasta á. Árnar hafa sjatnað mikið og eru flestar komnar í gott vatn og er veiðin í þeim að taka hressilegan kipp enda er mikill lax að ganga í árnar í Borgarfirði þessa dagana. Langá á Mýrum er hægt að komast í gang eftir gífurlega mikið vatn frá opnun og þrátt fyrir að hún sé að sjatna hratt á hún ennþá 20-30 sm eftir til að komast í kjörvatn. Þetta hefur þó ekkert hamlað veiði eða göngum en mikið líf hefur verið á neðstu svæðum hennar síðustu daga og greinilega mikið af laxi að ganga. Hann fer þó mjög hratt í gegnum Strengina þar sem vatnsstaðan er ennþá nokkuð há en efri svæðin hafa grætt vel á því. Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær landaði 51 laxi og mikið slapp þar sem laxinn vildi svo til eingöngu taka flugur í stærðum #12-16 og oft voru tökurnar mjög grannar. Fyrir utan hefðbundnar smáflugur þá var mikið tekið á Kolskegg er sú fluga virðist með eindæmum skæð á lax hvort heldur sem er í göngu eða leginn.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði