Sílableikjurnar stórar á Þingvöllum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2015 12:00 60 sm sílableikja sem veiddist í Þingvallavatni í gær Mynd: KL Í Þingvallavatni eru fimm stofnar silungs sem eru ólíkir í útliti og hafa nokkuð ólíka lifnaðarhætta. Þessar tegundir eru urriði, kuðungableikja, sílableikja, murta og gjábleikja. Kuðungableikjan og Murtan eru algengustu tegundirnar og þeir sem veiðimenn sjá oftast við veiðar. Hvað stærð varðar er urriðinn auðvitað eftirsóttasta bráðin enda er baráttann við hann á nettar græjur svipað eins og að reyna að togast á við stórann hund með einum putta, það þarf þolinmæði og þrautseiglu til að hafa betur. Murtan er síðan eins og allir veiðimenn við vatnið þekkja smávaxinn enmjög bragðgóð, kuðungableikjan er algengust um 1-3 pund en þeir hafa alveg veiðst stærri. Sílableikjan er svo stærst af bleikjunum og getur hún auðveldlega náð 8-10 pundum þó fiskar af þessari stærð veiðist sjaldan þá hafa kafarar við vatnið séð þær reglulega. Ein af þessum stóru sílableikjum veiddist í vík á milli veiðistaða í gærdag og var hún um 60 sm að lengd og rúmlega 3 kíló að þyngd, hnausþykk og feit. Þegar gert var að bleikjunni kom í ljós innihald magans, sem er gott að skoða til að velja réttu fluguna, og í maganum á bleikjunni voru hornsíli, kuðungur, vorflugupúpur í miklu magni ásamt nokkrum öðrum misstórum lirfum. Bleikjan tók Peacock #12 longshank með kúluhaus, 6 punda taum sem var tvöföld stangarlengd og á löturhægu strippi. Mikið fjölmenni var að venju á Pallinum, Öfugsnáða og Vatnvik en varla sála á milli veiðistaða. Ekki voru miklar fréttir af aflabrögðum frá vinsælu veiðistöðunum en veiðimaður sem Veiðivísir hitti við bílastæði var kominn með um 20 bleikjur sem allar tóku inní víkum nokkuð frá fjölmenni og skarkala "vinsælu" veiðistaðanna. Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Í Þingvallavatni eru fimm stofnar silungs sem eru ólíkir í útliti og hafa nokkuð ólíka lifnaðarhætta. Þessar tegundir eru urriði, kuðungableikja, sílableikja, murta og gjábleikja. Kuðungableikjan og Murtan eru algengustu tegundirnar og þeir sem veiðimenn sjá oftast við veiðar. Hvað stærð varðar er urriðinn auðvitað eftirsóttasta bráðin enda er baráttann við hann á nettar græjur svipað eins og að reyna að togast á við stórann hund með einum putta, það þarf þolinmæði og þrautseiglu til að hafa betur. Murtan er síðan eins og allir veiðimenn við vatnið þekkja smávaxinn enmjög bragðgóð, kuðungableikjan er algengust um 1-3 pund en þeir hafa alveg veiðst stærri. Sílableikjan er svo stærst af bleikjunum og getur hún auðveldlega náð 8-10 pundum þó fiskar af þessari stærð veiðist sjaldan þá hafa kafarar við vatnið séð þær reglulega. Ein af þessum stóru sílableikjum veiddist í vík á milli veiðistaða í gærdag og var hún um 60 sm að lengd og rúmlega 3 kíló að þyngd, hnausþykk og feit. Þegar gert var að bleikjunni kom í ljós innihald magans, sem er gott að skoða til að velja réttu fluguna, og í maganum á bleikjunni voru hornsíli, kuðungur, vorflugupúpur í miklu magni ásamt nokkrum öðrum misstórum lirfum. Bleikjan tók Peacock #12 longshank með kúluhaus, 6 punda taum sem var tvöföld stangarlengd og á löturhægu strippi. Mikið fjölmenni var að venju á Pallinum, Öfugsnáða og Vatnvik en varla sála á milli veiðistaða. Ekki voru miklar fréttir af aflabrögðum frá vinsælu veiðistöðunum en veiðimaður sem Veiðivísir hitti við bílastæði var kominn með um 20 bleikjur sem allar tóku inní víkum nokkuð frá fjölmenni og skarkala "vinsælu" veiðistaðanna.
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði