Fótbolti

Stúlkurnar töpuðu gegn Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrea Mist skorar með glæsilegu skot.
Andrea Mist skorar með glæsilegu skot. Mynd/Sportsfile/UEFA
Íslenska stúlknalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði, 3-1, fyrir Englandi í kvöld í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu sem fram hér á landi.

Leikurinn fór fram á Akranesi, en eina mark Íslands, og það fyrsta sem stúlkurnar skora á mótinu, skoraði Akureyringurinn Andrea Mist Pálsdóttir á 66. mínútu.

Ísland er án stiga í botnsæti A-riðils, en með sigrinum komst England upp í annað sætið. Liðið er með fjögur stig líkt og Spáni.

Ísland mætir Spáni í lokaleiknum á sunnudaginn.

Í B-riðlinum vann Frakkland sigur á Noregi, 2-0, og er í efsta sæti riðilsins með sex stig. Sviss er í öðru sæti eftir sigur á Írlandi, 1-0, fyrr í dag.

Íslensku stúlkurnar fagna marki Andreu í kvöld.Mynd/Sportsfile/UEFA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×