Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2015 11:10 Fyrsti laxinn úr Víðidalsá í höndunum á veiðimanninum Vilhjámi Þór Vilhjálmssyni Víðidalsá átti prýðilega opnun með ellefu löxum en áin er búin að sjatna mikið og er núna komin í mjög gott vatn. "Við erum komnir núna í 25 laxa sem við teljum bara prýðilegt miðað við aðstæður. Áin er núna í mjög góðu vatni og það mætti alveg vera aðeins meira af laxi en við erum þó ekkert að kvarta" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson þegar við heyrðum í honum rétt um hádegið. Víðidalsá hefur átt nokkrar sveiflur í veiði í gegnum tíðina en frá 1974 hefur hún tvisvar farið yfir 2000 laxa veiði en það var árin 2009 með 2019 laxa og 1988 með 2023 laxa. Meðalveiðin í ánni er 1136 laxar og það sem togar veiðimenn í Víðidalsá aftur og aftur er stórlaxahlutfall sem er með því besta sem gerist á landinu. Auk góðrar laxveiði er silungsveiðin í ánni mjög mikil og þá sérstaklega í Víðidalsá en bleikjan í henni gengur langt upp í hana og á sumum veiðistöðum er svo mikið af henni að laxinn á aldrei séns að ná flugunni áður en bleikjan gerir það. Bleikjurnar hafa á rólegum dögum bætt mönnum vel upp rólegheitin í laxveiðinni því það er ekkiert óalgengt að ná 6-7 punda bleikjum í ánni. Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði
Víðidalsá átti prýðilega opnun með ellefu löxum en áin er búin að sjatna mikið og er núna komin í mjög gott vatn. "Við erum komnir núna í 25 laxa sem við teljum bara prýðilegt miðað við aðstæður. Áin er núna í mjög góðu vatni og það mætti alveg vera aðeins meira af laxi en við erum þó ekkert að kvarta" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson þegar við heyrðum í honum rétt um hádegið. Víðidalsá hefur átt nokkrar sveiflur í veiði í gegnum tíðina en frá 1974 hefur hún tvisvar farið yfir 2000 laxa veiði en það var árin 2009 með 2019 laxa og 1988 með 2023 laxa. Meðalveiðin í ánni er 1136 laxar og það sem togar veiðimenn í Víðidalsá aftur og aftur er stórlaxahlutfall sem er með því besta sem gerist á landinu. Auk góðrar laxveiði er silungsveiðin í ánni mjög mikil og þá sérstaklega í Víðidalsá en bleikjan í henni gengur langt upp í hana og á sumum veiðistöðum er svo mikið af henni að laxinn á aldrei séns að ná flugunni áður en bleikjan gerir það. Bleikjurnar hafa á rólegum dögum bætt mönnum vel upp rólegheitin í laxveiðinni því það er ekkiert óalgengt að ná 6-7 punda bleikjum í ánni.
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði