Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2015 11:10 Fyrsti laxinn úr Víðidalsá í höndunum á veiðimanninum Vilhjámi Þór Vilhjálmssyni Víðidalsá átti prýðilega opnun með ellefu löxum en áin er búin að sjatna mikið og er núna komin í mjög gott vatn. "Við erum komnir núna í 25 laxa sem við teljum bara prýðilegt miðað við aðstæður. Áin er núna í mjög góðu vatni og það mætti alveg vera aðeins meira af laxi en við erum þó ekkert að kvarta" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson þegar við heyrðum í honum rétt um hádegið. Víðidalsá hefur átt nokkrar sveiflur í veiði í gegnum tíðina en frá 1974 hefur hún tvisvar farið yfir 2000 laxa veiði en það var árin 2009 með 2019 laxa og 1988 með 2023 laxa. Meðalveiðin í ánni er 1136 laxar og það sem togar veiðimenn í Víðidalsá aftur og aftur er stórlaxahlutfall sem er með því besta sem gerist á landinu. Auk góðrar laxveiði er silungsveiðin í ánni mjög mikil og þá sérstaklega í Víðidalsá en bleikjan í henni gengur langt upp í hana og á sumum veiðistöðum er svo mikið af henni að laxinn á aldrei séns að ná flugunni áður en bleikjan gerir það. Bleikjurnar hafa á rólegum dögum bætt mönnum vel upp rólegheitin í laxveiðinni því það er ekkiert óalgengt að ná 6-7 punda bleikjum í ánni. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Víðidalsá átti prýðilega opnun með ellefu löxum en áin er búin að sjatna mikið og er núna komin í mjög gott vatn. "Við erum komnir núna í 25 laxa sem við teljum bara prýðilegt miðað við aðstæður. Áin er núna í mjög góðu vatni og það mætti alveg vera aðeins meira af laxi en við erum þó ekkert að kvarta" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson þegar við heyrðum í honum rétt um hádegið. Víðidalsá hefur átt nokkrar sveiflur í veiði í gegnum tíðina en frá 1974 hefur hún tvisvar farið yfir 2000 laxa veiði en það var árin 2009 með 2019 laxa og 1988 með 2023 laxa. Meðalveiðin í ánni er 1136 laxar og það sem togar veiðimenn í Víðidalsá aftur og aftur er stórlaxahlutfall sem er með því besta sem gerist á landinu. Auk góðrar laxveiði er silungsveiðin í ánni mjög mikil og þá sérstaklega í Víðidalsá en bleikjan í henni gengur langt upp í hana og á sumum veiðistöðum er svo mikið af henni að laxinn á aldrei séns að ná flugunni áður en bleikjan gerir það. Bleikjurnar hafa á rólegum dögum bætt mönnum vel upp rólegheitin í laxveiðinni því það er ekkiert óalgengt að ná 6-7 punda bleikjum í ánni.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði