Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2015 15:00 María Petrína með stóru bleikjuna sem hún veiddi í Hlíðarvatni í gær. Vatnaveiðin er komin á gott skrið og daglega berast fréttir af góðri veiði hjá veiðimönnum og veiðikonum. Ein af þeim sem er dugleg við bakkana er María Petrína Ingólfsdóttir en hún átti sannarlega góðan dag við Hlíðarvatn í gærkvöldi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er ekki um neina smábleikju að ræða en hún vó í það heila 3.2 kg og er um 60 sm að lengd og nokkuð ljóst að þetta er stærsta bleikjan úr vatninu í sumar og ein af þeim stærri sem við höfum frétt af það sem af er sumri. „Ég tók þessa við Urrðarnefið hjá Kaldósnum, á Krókinn #12 það tók mig allavega 20 - 25 mín að landa henni, einfaldlega vegna þess að ég var með frekar grannan taum og hún sótti mjög að fara hringinn í kring um stóra grjótið sem er þarna í víkinni. Hún var laus um leið og ég tók hana í háfinn. Fékk fullt að góðum tökum við vatnið í gær (var þar 4 tíma) en flestar losnuðu“ sagði María þegar Veiðivísir náði tali af henni í dag. Við óskum henni til hamingju með þennan glæsilega fisk og hlökkum til að heyra meira af ferðum hennar við bakkana í sumar. Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Vatnaveiðin er komin á gott skrið og daglega berast fréttir af góðri veiði hjá veiðimönnum og veiðikonum. Ein af þeim sem er dugleg við bakkana er María Petrína Ingólfsdóttir en hún átti sannarlega góðan dag við Hlíðarvatn í gærkvöldi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er ekki um neina smábleikju að ræða en hún vó í það heila 3.2 kg og er um 60 sm að lengd og nokkuð ljóst að þetta er stærsta bleikjan úr vatninu í sumar og ein af þeim stærri sem við höfum frétt af það sem af er sumri. „Ég tók þessa við Urrðarnefið hjá Kaldósnum, á Krókinn #12 það tók mig allavega 20 - 25 mín að landa henni, einfaldlega vegna þess að ég var með frekar grannan taum og hún sótti mjög að fara hringinn í kring um stóra grjótið sem er þarna í víkinni. Hún var laus um leið og ég tók hana í háfinn. Fékk fullt að góðum tökum við vatnið í gær (var þar 4 tíma) en flestar losnuðu“ sagði María þegar Veiðivísir náði tali af henni í dag. Við óskum henni til hamingju með þennan glæsilega fisk og hlökkum til að heyra meira af ferðum hennar við bakkana í sumar.
Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði