Blanda gaf fyrsta laxinn sinn klukkan hálf átta í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:25 Siggi Bjössi með fyrsta laxinn úr Blöndu í sumar en hann tók Willie Gun á suðurbakka Breiðunnar Blanda opnaði ásamt Norðurá og Straumunum í morgun og þrátt fyrir heldur kalt veður er nokkuð líf í ánni. Fyrsti laxinn kom á land í Blöndu klukkan hálf átta í morgun eða rétt korteri eftir að Norðurá gaf sinn fyrsta svo þetta er óskabyrjun í báðum ánum. Fyrir utan þennan sem er þegar kominn á land í Blöndu er nokkuð líf, að sögn veiðimanna, á Breiðunni þar sem laxar eru að sýna sig svo áin á klárlega eftir að gefa meira þegar líður á daginn. Það var Siggi Bjössi sem landaði fyrsta laxinum úr Blöndu þetta árið en hann fékk 79 sm hrygna sem tók Willie Gun á syðri bakkanum á Breiðunni. Ekki hefur náðst í Sigga í síma enda er það ekkert skrítið því þegar maður stendur á bakkanum og kastar fyrir lax á opnunardegi er ekkert forgangsmál að svara símanum heldur einbeita sér að veiðinni. Það er klárt mál að þessar góðu fréttir af opnunum beggja ánna gefa góða von að sumarið verði langt frá því sem það var í fyrra en raunverulega verður ekki hægt að sjá það fyrr en lengra líður inní tímabilið en við vonum að það stefni í gott veiðiár. Íslenskir veiðimenn eiga það svo sannarlega inni. Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Blanda opnaði ásamt Norðurá og Straumunum í morgun og þrátt fyrir heldur kalt veður er nokkuð líf í ánni. Fyrsti laxinn kom á land í Blöndu klukkan hálf átta í morgun eða rétt korteri eftir að Norðurá gaf sinn fyrsta svo þetta er óskabyrjun í báðum ánum. Fyrir utan þennan sem er þegar kominn á land í Blöndu er nokkuð líf, að sögn veiðimanna, á Breiðunni þar sem laxar eru að sýna sig svo áin á klárlega eftir að gefa meira þegar líður á daginn. Það var Siggi Bjössi sem landaði fyrsta laxinum úr Blöndu þetta árið en hann fékk 79 sm hrygna sem tók Willie Gun á syðri bakkanum á Breiðunni. Ekki hefur náðst í Sigga í síma enda er það ekkert skrítið því þegar maður stendur á bakkanum og kastar fyrir lax á opnunardegi er ekkert forgangsmál að svara símanum heldur einbeita sér að veiðinni. Það er klárt mál að þessar góðu fréttir af opnunum beggja ánna gefa góða von að sumarið verði langt frá því sem það var í fyrra en raunverulega verður ekki hægt að sjá það fyrr en lengra líður inní tímabilið en við vonum að það stefni í gott veiðiár. Íslenskir veiðimenn eiga það svo sannarlega inni.
Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði