Tónlist

Of Monsters and Men sló í gegn í Good Morning America

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í morgunþættinum Good Morning America í morgun og tóku krakkarnir lagið Crystals í beinni útsendingu.

„Við erum spennt að fá Of Monsters And Men. Lagið Little Talks hefur verið spilað 200 milljón sinnum á YouTube,  dag kemur út önnur platan frá þeim Beneath the Skin og þau ætla hefja tónleikferðalagið um heiminn, hér hjá okkur,“ sagði hinn eini sanni George Stephanopoulos, einn af þáttarstjórnendunum, þegar hann kynnti sveitina til leiks.

Þátturinn er einn allra vinsælasti morgunþátturinn í heiminum. Platan kom út á Íslandi í gær en hér að neðan má sjá flutning þeirra frá því í morgun. 

Söngkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var glæsileg í þættinum en hún klæddist íslenskri hönnun frá merkjunum Aftur og Kría Jewelry.

Nanna of Monsters and Men wearing Kria on Good Morning America! Nanna rosa fín hlaðin Kríu á Good Morning America!

Posted by Kría Jewelry on Tuesday, June 9, 2015

Stoltar af Nönnu ⚡️ Head to toe í Aftur representing í Good Morning America að kynna nýju OMAM plötuna 󾍘🏻 style-ing by @...

Posted by Aftur on Tuesday, June 9, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×