Dagskrá hátíðarinnar má sjá inn á ">Skjaldborg.com en að auki munum við á Vísi kynna nokkrar myndir sem verða til sýnis á hátíðinni. Í lok hátíðarinnar verður besta myndin valin af áhorfendum.
Önnur myndin sem Vísir bendir lesendum sínum á að líta á er kvikmyndin Hvað er svona merkilegt við það en henni er leikstýrt af Höllu Kristínu Einarsdóttur. Myndin segir frá sögu Kvennaframboðanna sem spruttu upp í kjölfar litríkrar og baráttu áttunda áratugarins.