Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2015 10:11 Þeir sem þekkja þessa á af nafni verða örugglega snöggir til að tryggja sér í leyfi í henni en þeir sem þekkja hana ekki verða bara að lesa áfram. Undirritaður er einn þeirra sem hefur aðeins heyrt af Kársstaðaá af afspurn og eins og margir veiðimenn vita er alltaf gaman að heyra spennandi nafn sem á eftir að prófa að veiða í. SVFR var að fá ánna til sín, í sumar að minnsta kosti, og það verður örugglega mikil eftirspurn eftir leyfum í hana enda fyrirkomulagið í veiðinni í henni sérstaklega aðlaðandi, þar á meðal hvíld milli holla sem gerir það að verkum að áin verður ekki jafn viðkvæm og svo til fersk fyrir hvern hóp. Áin er tveggja stanga á í Álftafirði og eru stangirnar seldar saman. Áin er stutt og nett og þarna hefur verið sleppt talsverðu magni af gönguseiðum sl. 15 ár, en reyndar ekki síðastliðin 3 ár. Á staðnum er þokkalegasta veiðihús sem rúmar 4-6 veiðimenn. Verði verður stillt í hóf, en gjaldskrá kemur fljótlega inn á vefinn og verður hún þá aðgengileg í vefsölunni. Fyrirkomulagið verður þannig að seldir eru 1-2 dagar í senn og síðan er áin hvíld í 1-2 daga. Veiðimenn geta því verið nokkuð vissir um að koma að rólegum laxi sem hleypur auðvitað á agn veiðimanna um leið. Heimilt verður að taka einn lax á dag á hvora stöng og leyfður verður maðkur og fluga. Í ánni er einnig sjóbirtingur og staðbundinn urriði ásamt því að sjóbleikja er oft í ósnum. Áður en áin kemur inn á vefsöluna verður boðið upp á tilraunaveiði núna um helgina 23.-26. maí, verð á stöng á dag er 10.000 krónur og fylgir húsið með. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu SVFR. Stangveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði
Þeir sem þekkja þessa á af nafni verða örugglega snöggir til að tryggja sér í leyfi í henni en þeir sem þekkja hana ekki verða bara að lesa áfram. Undirritaður er einn þeirra sem hefur aðeins heyrt af Kársstaðaá af afspurn og eins og margir veiðimenn vita er alltaf gaman að heyra spennandi nafn sem á eftir að prófa að veiða í. SVFR var að fá ánna til sín, í sumar að minnsta kosti, og það verður örugglega mikil eftirspurn eftir leyfum í hana enda fyrirkomulagið í veiðinni í henni sérstaklega aðlaðandi, þar á meðal hvíld milli holla sem gerir það að verkum að áin verður ekki jafn viðkvæm og svo til fersk fyrir hvern hóp. Áin er tveggja stanga á í Álftafirði og eru stangirnar seldar saman. Áin er stutt og nett og þarna hefur verið sleppt talsverðu magni af gönguseiðum sl. 15 ár, en reyndar ekki síðastliðin 3 ár. Á staðnum er þokkalegasta veiðihús sem rúmar 4-6 veiðimenn. Verði verður stillt í hóf, en gjaldskrá kemur fljótlega inn á vefinn og verður hún þá aðgengileg í vefsölunni. Fyrirkomulagið verður þannig að seldir eru 1-2 dagar í senn og síðan er áin hvíld í 1-2 daga. Veiðimenn geta því verið nokkuð vissir um að koma að rólegum laxi sem hleypur auðvitað á agn veiðimanna um leið. Heimilt verður að taka einn lax á dag á hvora stöng og leyfður verður maðkur og fluga. Í ánni er einnig sjóbirtingur og staðbundinn urriði ásamt því að sjóbleikja er oft í ósnum. Áður en áin kemur inn á vefsöluna verður boðið upp á tilraunaveiði núna um helgina 23.-26. maí, verð á stöng á dag er 10.000 krónur og fylgir húsið með. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu SVFR.
Stangveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði