Matur

Frönsk lauksúpa

visir.is/evalaufey
Bragðmikil lauksúpa

Galdurinn við góða lauksúpu er að leyfa lauknum að krauma í smjörinu í dágóðan tíma. Hér er uppskrift að bragðmikilli lauksúpu sem Eva Laufey eldaði í þætti sínum, Matargleði.

Frönsk lauksúpa

400 g laukur

70 g smjör

1 msk hveiti

1 l kjúklingasoð

3 dl hvítvín, helst þurrt

4 tímían greinar

3 lárviðarlauf

steinselja, magn eftir smekk

salt og nýmalaður pipar

baguette brauð

rifinn ostur

Aðferð

  1. Afhýðið lauk og skerið í þunnar sneiðar.
  2. Steikið laukinn upp úr smjörinu, því lengur sem þið steikið laukinn því betri verður súpan. Hann á þó alls ekki að brenna heldur verða glær og gullinbrúnn.
  3. Stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið í.
  4. Hellið soðinu og hvítvíninu saman við og látið sjóða saman.
  5. Bætið kryddjurtum út í og leyfið henni að malla í 30 - 50 mínútur til viðbótar. 
  6. Hellið súpunni í skálar sem þola að fara inn í ofn, leggið eina til tvær baguette sneiðar yfir og stráið rifnum osti yfir og bakið við 180°C í ofni eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. 

Berið súpuna strax fram og njótið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×