Garfunkel kallar Simon „fávita“ fyrir að hætta samstarfi þeirra á hátindi frægðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2015 20:52 Art Garfunkel og Paul Simon saman á sviði. Vísir/Getty Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“ Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira