Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2015 19:00 Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní. Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar. Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar.
Tónlist Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira