Stjörnurnar fjölmenntu á frumsýningu Hrúta - myndir
Siggi Sigurjóns fékk nóg af knúsi í kvöld.vísir/andri marinó
Verðlaunamyndin Hrútar, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, var frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Kvikmyndin vann á dögunum til Un Cartain Regard verðlaunanna í samnefndum flokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes en það er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni. Myndin fer í almennar sýningar á morgun.
Andri Marinó, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir af bíógestum í kvöld. Meðal þeirra sem sóttu sýninguna var Ingvar E. Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Vigdís Hauksdóttir, Sigríður Thorlacius og fleiri. Myndirnar má finna í albúminu hér fyrir neðan.
Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson.
Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika.