Loksins fleiri vötn að taka við sér Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2015 20:08 Falleg morgunveiði í dag úr Sauðlauksvatni. Mynd: Jón Sigurðsson Kuldinn virðist ekkert ætla að láta undan orðrómnum um að samkvæmt dagatalinu sé komið sumar og það á að vera kalt alla vega í 7-10 daga í viðbót. Þetta er auðvitað ferlega slöpp veðurspá og hefur þessi kalda sumarbyrjun slegið á marga veiðimenn sem hafa ekki einu sett saman stöng ennþá. Á Þingvöllum er kropp, og ekkert meira en það, í urriðaveiðinni og ástæðan fyrir því er bara hitastigið á vatninu sem er svipað og það er venjulega um mars/april. Þeim hefur farið snarfækkandi veiðimönnunum sem fara upp að Þingvallavatni til að freista stóru urriðana enda rennur fljótt af mönnum þrótturinn þegar 4-5 skipti skila engu í háfinn. Þó eru góðar fréttir líka inná milli og til að mynda virðist Sauðlauksvatn vera komið á kortið en Jón Sigurðsson var þar á veiðum í dag og það virðist sem hann hafi hitt á hárrétt vorskilyrði. Það var logn, heiðskýrt og hlýrra en hefur verið upp á síðkastið og líklegt er að það hafi ýtt fiskinum í gang. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta flott veiði í dag hjá Jóni og þetta er vonandi undanfarinn á því að fleiri vötn séu að koma undan ís og vetri með góðum veiðidögum. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Kuldinn virðist ekkert ætla að láta undan orðrómnum um að samkvæmt dagatalinu sé komið sumar og það á að vera kalt alla vega í 7-10 daga í viðbót. Þetta er auðvitað ferlega slöpp veðurspá og hefur þessi kalda sumarbyrjun slegið á marga veiðimenn sem hafa ekki einu sett saman stöng ennþá. Á Þingvöllum er kropp, og ekkert meira en það, í urriðaveiðinni og ástæðan fyrir því er bara hitastigið á vatninu sem er svipað og það er venjulega um mars/april. Þeim hefur farið snarfækkandi veiðimönnunum sem fara upp að Þingvallavatni til að freista stóru urriðana enda rennur fljótt af mönnum þrótturinn þegar 4-5 skipti skila engu í háfinn. Þó eru góðar fréttir líka inná milli og til að mynda virðist Sauðlauksvatn vera komið á kortið en Jón Sigurðsson var þar á veiðum í dag og það virðist sem hann hafi hitt á hárrétt vorskilyrði. Það var logn, heiðskýrt og hlýrra en hefur verið upp á síðkastið og líklegt er að það hafi ýtt fiskinum í gang. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta flott veiði í dag hjá Jóni og þetta er vonandi undanfarinn á því að fleiri vötn séu að koma undan ís og vetri með góðum veiðidögum.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði