Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2015 12:18 Veiðibúðin Vesturröst hélt á dögunum hnýtingarkeppni og það voru fjölmargir þáttakendur sem sendu inn fallega hnýttar flugur. Keppt var í flokkunum fallegasta flugan, veiðilegasta flugan, fallegasta flugan hjá hnýtara undir 15 ára og síðan var það áhugaverðasta flugan. Eftir því sem við fréttum frá dómnefnd var úr vöndu að ráða því margar flugurnar voru lista vel hnýttar og auðsýnt að það eru margir frábærir fluguhnýtarar á Íslandi. Sigurvegari flokksins fallegasta flugan var Róbert lesezek Nowak, Arnar Freyr Einarsson vann í flokknum veiðilegasta flugan, Linda Björk hnýtti áhugaverðustu fluguna og í flokknum undir 15 ára voru það Teitur Jóhannsson sem hnýtti Veiðilegustu Fluguna og Maren Lind Steinþórsdóttir sem hnýtti fallegustu fluguna. Meðfylgjandi myndir sýna flugurnar sem komust í verðlauna sæti. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Veiðibúðin Vesturröst hélt á dögunum hnýtingarkeppni og það voru fjölmargir þáttakendur sem sendu inn fallega hnýttar flugur. Keppt var í flokkunum fallegasta flugan, veiðilegasta flugan, fallegasta flugan hjá hnýtara undir 15 ára og síðan var það áhugaverðasta flugan. Eftir því sem við fréttum frá dómnefnd var úr vöndu að ráða því margar flugurnar voru lista vel hnýttar og auðsýnt að það eru margir frábærir fluguhnýtarar á Íslandi. Sigurvegari flokksins fallegasta flugan var Róbert lesezek Nowak, Arnar Freyr Einarsson vann í flokknum veiðilegasta flugan, Linda Björk hnýtti áhugaverðustu fluguna og í flokknum undir 15 ára voru það Teitur Jóhannsson sem hnýtti Veiðilegustu Fluguna og Maren Lind Steinþórsdóttir sem hnýtti fallegustu fluguna. Meðfylgjandi myndir sýna flugurnar sem komust í verðlauna sæti.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði