Nýtt lag frá LOTV: „Þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. maí 2015 10:57 Hér má sjá sveitina. Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur." Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur."
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira