Fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er hópfjármögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 17:50 Starfsmenn Syðridalsvallar í kvikmyndinni Albatross. mynd/logi ingimarsson „Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein