Fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er hópfjármögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 17:50 Starfsmenn Syðridalsvallar í kvikmyndinni Albatross. mynd/logi ingimarsson „Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira